Ægir - 01.09.1931, Qupperneq 5
ÆGIR
173
Saltfiskssalan.
Það hefur verið hljótt um fiskverzlun-
ina i »Ægi« þetta sumar og ber margt
til þess. Nógar hafa fréttir verið um mark-
aðshorfur og verð, skrifstofa Fskifélags-
ins oft hringd upp, til þess að svara fyrir-
spurnum um það, og sumum þótt það
bera vott um kæruleysi, áhugaleysi og
jafnvel leti, að svör voru ekki á reiðum
höndum.
Að vísu mátti svara og skýra frá verði
því, sem nefnt var manna á meðal þann
og þann daginn og grennslast var eftir,
en þar sem það var svo óstöðugt, að
annað verð var nefnt síðari hluta dags
en það, sem var talað var fyrri hlutann,
þá var ekki árennilegt, einkum þar sem
þessi breyting á verðinu átti sér daglega
stað, að senda skeyti um fiskverð útum
land, því það var að eins tíl að gera
glundroða, þar sem ekki var auðið að
byggja á neinu.
Gengi pesetans varð afarlágt og breytt-
ist að heita mátti daglega, sem gerði það,
að verkum, að engínn þorði að festa fisk-
kaup. Auk þess verða menn að skilja það,
að neyzluvörur á Spáni og yfirleitt við-
ast hvar, eru fremur ódýrar og mun hið
sama eiga sér þar stað, sem annarsstað-
ar, að matvæli keppa hver við önnur,
Það sem þykir of dýrt fær að liggja og
annað ódýrara keypt í staðinn.
Fiskverð íslendinga þarf að vera hátt,
vegna hins mikla útgerðarkostnaðar og
útgerð því dauðadæmd fáist ekki það
verð fyrir fiskinn, sem borgar úthaldið
og gefur útgerðinni og fiskimönnum það
fyrir vinnu sína, sem þarfir lífsins heimta.
Gera má ráð fyrir, að neyzluvörur á
Spáni séu í liku verði nú og þær voru
fyrir 35 árum. Þá var fiskverð hér um
40 kr. hvert skpd. Að verka eitt skpd.
af fiski kostaði þá um 3 kr. og fiski var
náð á ódýra báta, eða 2—3000 króna
skútur, með hinu ódýrasta veiðarfæri,
handfærinu, beitukostnaður lítill, stund-
um enginn og nauðsynjavörur i lágu
verði. Vinnulaun voru lítil, en fyrir eina
krónu mátti þó fá 6—7 pund af góðu
kjöti. Um útkomu fiskimanna þá verður
ekki talað hér, lífskjör voru að öllu frá-
brugðin því, sem nú eru þau.
Nú er fiski náð á afardýra botnvörp-
unga, mótorbáta og trillubáta. Afþessum
skipum eru hinir síðustu ódýrastir, og
mun láta nærri, að nýir kosti þeir helm-
ing andvirðis kúttara þeirra, sem hing-
að voru keyptir frá Englandi 1897, þeg-
ar tilheyrandi veiðarfæri eru reiknuð með.
Beitukostnaður mótorbáta hefur ávallt
verið mikill og eitt árið var hann svo,
að 70 skpd. af fiski, með 100 kr. verði
varð að taka frá, á 14 smálesta mótor-
bát, að eins til að greiða beituna.
1 dag, 22. september, veit enginn um
fiskverð, því enginn vill kaupa, en þeir
sem vita bezt telja svo, að væri auðið
að selja fisk í dag, myndi verð á þorski
vera 65 kr. skpd. og Labradorfiskur 45,
en hér mun varla talað um annað sem
stendur, en umboðssölu. Þegar nú þess
er gætt, að 20 kr., og jafnvel meira, kost-
ar nú að verka hvert skpd. af fiski og
ýmislegur kostnaður leggst á hann að
auki, t. d. umbúðir, sem ekki þekktust
meðan förmum var »stúfað«, þá er út-
litið ljótt.
Allt er gert, sem hugsast getur til að
vanda verkun fisksins; fyrir skömmu
samþykkt ný fiskimatslög og allt miðar
til þess, að verzlunarvaran liki og fyrir
hana fáist það verð, sem sé í einhverju
samræmi við útgerðar- og annan kostn-
að, sem fylgir þorskveiðum nú á tímum,
sé ekki svo hlýtur þessi atvinnuvegur
þjóðarinnar að leggjast í rústir.