Ægir - 01.09.1931, Side 7
ÆGIR
175
til að benda á breytingu á grísku salt-
fisksverzluninni.
Fyr meir kom að eins franskur lavé á
markaðinn, en árið 1930, var í Piræus
smíðað flskþurkunarhús, fyrst eitt, svo
annað. Fyrirkomulag þurkhúsanna að
innan, er enn mjög ábótavant, en líkindi
eru til, að þeim verði breytt til batnað-
ar. Ráðgert er að auka tölu þerra. Hinir
grísku fiskkaupmenn hafa neyðst til að
ráðast í þetta til þess að bæta útlit flsks-
ins, sem eins og áður er sagt, er fyrir
mestu þar í landi, með þvi nýverkaður
fiskur er fallegri útlits, en sá sem verk-
aður er fyrir mörgum vikum eða mán-
uðum. Þurkhúsin í Piræus, hafa fengið
nokkuð at óverkuðum fiski (»vert«) frá
Frakklandi og síðar frá Rússum (sóvjet).
Nokkru síðar í marzmánuði þ. á. keyptu
Grikkir beint frá íslandi með umskipun
í Neapel, 50 smálestir af óverkuðum
(»vert«) fiski.
I meira en eill ár hafa Grikkir talað
um að mynda fiskveiða- og fiskverkun-
arfélag, en til þessa hafa engar’fram-
kvæmdir orðið.
Hin síðastliðnu fimm ár, hefur fisk-
innflutningur til Grikklands verið sem
hér segir, talið í qvintölum.
1926 1927 1928 1929 1930
Frakkland 66.814 75.897 58.395 62.559 44.109
Canada 31,603 29.862 37.509 19.329 26.153
Bandaríkin 56 6.179 40 378 »
Bretland 2.814 7.986 2.328 43.55 4176
Önnur lönd 127 5.290 129 2.650 7.685
Samt. 101.414 125.214 98.891 89.271 82.123
(Sent frá Stjórnarráðinu 25. ágúst 1931.)
Mótornámsskeið. Athygli skal vakin
® mótornámsskeiði því, sem Fiskifélag
íslands ætlar að halda einhversstaðar við
Faxaflóa í haust og auglýst er hér í
blaðinu.
Lækkun á aðflutningsgjaldi.
Frá 31. júlí til 30. október næstkom-
andi er fjármálaráðuneytinu pólska veitt
heimild til þess að lækka aðflutnings-
gjald af þurkuðum saltfiski niðurí9°/oaf
hinu lögákveðna aðflutningsgjaldi.
(Frá Stjórnarráðinu).
Eimskipið „Rex“.
1 fyrstu viku ágústmánaðar s, 1., var
ítalska skipinu »Rex« (konungur) hleypt
af stokkunum á Ausaldos skipasmíða-
stöð í Sestri Ponente á Ítalíu. Um smíði
þessa skips hefur mikið verið rætt, því
i fyrsta lagi er það hið fyrsta skip, sem
Italir láta smíða, sem er yfir 40 þúsund
smálestir og í öðru lagi mun áreiðanlegt,
að það fær »hið bláa band« Atlantshafs-
ins og eru mikil líkindi til, að það haldi
því nokkur ár.
»Rex« er 895'6" að Iengd á þilfari og
breidd skipsins er 103'4". Það er um 45
þús. Rrúttolestir og í því eru 14 vatns-
held rúm ; getur skipið flotið með full-
um farmi, þótt þrjú þeirra fyllist af sjó.
Þilför eru ellefu og farþegaíbúðir hinar
skrautlegustu. Það getur flutt 1200 far-
þega og skipverjar eru 800.
Auk samkvæmissala er leikhús í skip-
inu, tvær sundhallir og bílageymsla. Gufu-
vélar eru fjórar og hafa allar yfirhitun
og eru þær hver fyrir sig i vatnsþéttu
rúmi. Skrúfurnar eru fjórar og alls hafa
hinar fjórar vélar 120 þúsund hestöfl,
sem eiga að knýja skipið rúmar 27 sjó-
mílur á klukkustund. Gufukatlarnir eru
14 og vélarúmið er 450 feta langt. Eig-
andi þessa mikla skips er skipafélagið
»Navigazione Generale Italiana««.