Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.1931, Side 10

Ægir - 01.09.1931, Side 10
178 ÆGIR Atvinnunefnd. Samkvæmt ályktunum síðasta Alþingis hefur nú verið skipuð atvinnunefnd. í henni eiga sæti: Sigurður Sigurðsson bún- aðarmálastjóri, formaður, skipaður af at- vinnumálaráðuneytinu, Sigurjón Á. ól- afsson afgreiðslumaður, skipaður eftir tillögum Alþýðusambands íslands, og Maggi Júl. Magnús læknir, kosinn af bæjarstjórn Reykjavíkur. Verkefni atvinnunefndar sést i 22. gr. XV. fjárlaga 1932, en hún liljóðar svo: Stjórninni er heimilt: XV. Að verja 300000 kr, til þess að veita aðstoð sveitar- og bæjarfélögum um atvinnubætur, gegn tvöföldu framlagi hlutaðeigandi sveitar- og bæjarfélags, eftir nánari fyrirmælum reglugerðar. Er stjórninni heimilt að taka fé að láni til þessa. Að öðru leyti er ráðstöfun þessa fjár háð eftirfarandi skilyrðum : 1. Til aðstoðar við framkvæmd þessa skal vera atvinnunefnd, skipuð þrem- ur mönnum. Atvinnumálaráðuneytið skipar formann nefndarinnar ogann- an nefndarmann samkvæmt tillög- um Alþýðusambands Islands. Rriðja nefndarmanninn tilnefnir bæjarstjórn Reykjavíkur. Hann skai þó víkja sæti úr nefndinni á meðan hún hefur til meðferðar mál annars sveitar- eða bæjarfélags, ef hlutaðeigandi sveitar- eða bæjarstjórn hefur tilnefnt mann til að taka þar sæti til þess að fjalla um það mál. Kostnaður við nefndarstörfin, ann- ar en ferðakostnaður, greiðist úrrik- issjóði. 2. Sveitar- og bæjarstjórnir, sem óska framlags til atvinnubóta samkvæmt heimild þessari, senda umsók um það til formanns atvinnunefndar. Umsókninni fylgi skilríki fyrir þvi, að sérstakra ráðstafana sé þörf vegna atvinnuleysis. Ennfremur nauðsyn- legar upplýsingar um þau verk, sem framkvæma á. 3. Eftir að atvinnunefnd hefur athugað umsóknir, atvinnubætur og gögn þau, er þeim fylgja, gerir hún tillögur um þær til atvinnumálaráðuneytis- ins, er úrskurðar umsóknirnar. 4. Þeir einir geta fengið atvinnubóta- vinnu samkvæmt heimild þessari, sem ekki geta fengið vinnu annars- staðar. Séu fleiri menn atvinnulausir, en unnt er að veita vinnu í einu, skal vinnunni skipt sem jafnast milli þeirra, þó þannig að fjölskyldumenn gangi fyrir. 5. Nánari ákvæði um verksvið nefnd- arinnar, skilyrði fyrir framlögum til sveitar- og bæjarfélaga og annað, er þurfa þykir vegna heimildar þessar- ar, setur atvinnumálaráðuneytið með reglugerð. Húsbrunar. Hinn 3. sept. brann íbúð- arhús Stefáns Sigurðssonar bakara á Akureyri. Hinn 18. sept. brunnu öll kaupfélags- húsin á Hólmavík nema eitt. Um kvöld- ið kl. 11 varð kaupfélagsstjórinn var við eldínn, sem vegna ofsaroks af suðvestri magnaðist svo á svipstundu, að við ekk- ert varð ráðið. Innbú og vörur, sem i búðinni voru brunnu til kaldra kola — auk þess mikið af íiski og ull. Ætlun manna er, að kviknað hafi út frá raf- magni.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.