Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1931, Síða 12

Ægir - 01.09.1931, Síða 12
180 ÆGIR Dýra- og fiskveiðar á Grænlandi. Framkvæmdarstjóri Lyngbæk við grænlenzku verzlunina, var meðal peirra, sem tóku þátt í Grænlandsför hinna dönsku þingmanna í sum- ar og veitti öllu eftirtekt, sem bar fyrir augu á hinum mörgu verzlunar- og útgerðarstöðum, sem um var farið á þeirri ferð, og einkum öllu því, er snerti dýra- og fiskveiðar. Eftir að hann var kominn til Danmerkur, með græn- landsfarinu »Disko«, skýrði hann blaðinu »Bör- sen« frá athugunum sinum á þessa leið. Porslweiðar byrja seint. Undanfarin ár, hafa þorskveiðar við Grænland byrjað fyr og fyr á árinu og komið hefur fyrir að þær hafa byrjað í maímánuði. í sumar var mikill is þar við land, svo veiðar byrjuðu ekki fyren i júlí og þegar »Disko« fór frá Græn- landi, var afli miklu minni en um sama leyti í fyrra og eigi unnt að segja, hvort aflinn verði 6000 smálestir þetta ár eins og í fyrra. Af aflanum 1930, voru 3000 smálestir af saltfiski sendar til Kaup- mannahafnar. Lúðuveiðar byrjuðu síðast í júlí og engu verður spáð hvernig útkoma verði þar. Hin mikla veiði Norðmanna og Eng- lendinga undanfarin ár, gefa ekki góðar vonir um veiðar þetta ár, en þó vænta menn þess, að niðursuðuverksmiðjan í Holsteinsborg hafi nóg að starfa. 1 fyrra tók verksmiðjan við V* miljón kilo af lúðu og sendi niðursoðið til Dan- merkur, l/a milljón pundsdósir. Lúður vega að meðaltali 25—30 kilo og þær stærstu, sem veiðast, eru allt að 150 kilo að þyngd. Grálúða veiðist einnig; er hún vart eins stór og lúða eða flyðra, en feitari og vel fallin til reykingar. Hafði þegar veiðst nokkuð, þegar þingmennirnir voru á ferðinni. Er hún söltuð, send til Dan- merkur og þar kaupa reykhúsin hana. Laxveiðin. Við Sykurtoppinn og Holsteinsborg er veiði stunduð í ám. Laxinn sem veiðist er um alin á lengd, hann er saltaður og þannig sendur til Danmerkur og Sví- þjóðar. Þegar þingmennirnir voru þarna á ferð, voru veiðar ekki byrjaðar. Orsök til þess, að engin niðursuðuverksmiðja er í landinu fyrir þessa vörutegund er sú, að menn hafa komist að því, að lax- inn leitar ávalt til þeirrar elfu, þar sem hann er fæddur. Þegar hann er veiddur í nót og oft dregið á fyrir hann, tæmist áin á nokkrum árum og aðrir laxar ganga ekki í hana. Þannig fór, þegar etatsráð Mads heitinn Rasmussen gerði tilraunir að sjóða niður lax i Grædefjord við Godthaab, fyrir nokkrum árum. Hann dró á með nót í ánni og á þrem árum tæmdi hann hana, svo ekki fékkst branda. Síðan var verksmiðja hans flutt til Hol- steinsborg, endurbætt, og verður rekin þar. Hákarlaskrápur. Tilraunir hafa verið gerðar til þess að gera hákarlaskráp að verzlunarvöru; ný- lega hafa menn fundið upp sútunarað- ferð sem gerir skrápinn svo mjúkan, að hægt er að gera úr honum skó, töskur og margt fleira. Hákarl sá sem veiddur er, er sama tegund og Norðmenn nefna Haakœrring, og er ekki hættulegur mönn- um. — Skrápurinn er um U/s meter á lengd, svo frekar má telja hákarlinn stóran. Til þess að færa sér þessa veiði í nyt er nú veríð að kenna Grænlend- ingum nýtýzku veiðiaðferðir og verkun á skrápnum, þ. e. vöruvöndun.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.