Ægir - 01.09.1931, Page 13
ÆGIR
181
Refaveiðar.
Á vetrum eru refir veiddir og síðast-
liðinn vetur var veiðin með mesta móti.
Uppboð á tófuskinnum verður haldið í
febrúar og má búast við likri sölu og
síðastliðið ár, þegar met varsett. Aðeins
i Júlianehaabs-héraði, voru skotnir og
veiddir 1600 refir. Refaveiðar eru Græn-
lendingum drjúg tekjulind og þýðingar-
miklar fyrir landið allt. Verð skinnanna
fer eftir gæðum.
Selveiðar.
Þetta ár hafa selveiðar verið með mesta
móti. Selurinn hefur hörfað undan ísn-
um í stórhópum. Selskinnin nota Græn-
lendingar að mestu sjálflr, þar sem skort-
ur var orðinn til báta og klæðnaðar sök-
um þess hve lítið hefur verið umselhin
síðustu árin. Það er þessi skortur, sem
hefur ýtt undir að Norðurálfuklæðnaður
fer að útbreiðast þar í landi. Þessi skort-
ur á skinnum á einnig sinn þátt í meiri
innflutningi á vörum og húsbyggingum,
sem fara mjög í vöxt.
Bregðist selveiði, hefur það í för með
sér, að matvæli og klæðnað verður að
flytja inn frá öðrum löndum, og til þess
að koma þeim vörum fyrir, verður að
smíða verzlunar- og geymsluhús og verzl-
unarstaðir rísa upp,
Sauðfjárrœkt.
1 Júlíanehaabs-héraði, eru nú um 6000
fullorðnar ær og eykst bústofn sá hröð-
um fetum. Þar er nýtýzku sláturhús þar
sem kindum er slátrað, kjöt saltað í
tunnur til útflutnings og hefur sala þess
gengið mjög vel. Ullin af grænlenzku
kindunum, (sem eru af íslenzkum stofni)
er löng og grófger, en prýðilega unnið
úr henni. Grænlenzku stúlkurnar hafa
lært að kemba, spinna og prjóna og hver-
vetna má líta karla, konur og börn, sem
eru i heimaunnum ullarfötum.
N. H. F. Tidskrift.
t
Skipstjóri Þórarinn Flysenring
andaðist á spítalanum í Rönne á Borg-
undarhólmi, aðfaranótt hins 28. ágúst,
eftir upskurð. Þórarinn var elzti sonur
kaupmanns Ágústs Flygenring og fæddist
i Hafnarfirði, fór ungur i siglingar og
fékk ágæta undirstöðu til sjómennsku,
einkum á skólaskipinu »Viking«.
Þrjú siðustu árin var hann í þjónustu
danska steinolíufélagsins, fyrst stýrimað-
ur á skipum þeirra en fékk brátt skip-
stjórastöðu, er félagið fór að taka eftir
dugnaði hans og árvekni.
Nú var hann skipstjóri á olíuflutnings-
skipinu »Danía«. Lá skipið í Danzig er
hann varð lasinn og var honum þar
ráðlagt að leggjast á spitala, en það vildi
hann ekki og lagði af stað á skipinu
þaðan.
Hinn 27. ágústsíðdegis, var radioskeyti
sent frá skipinu til hafnsögumanna í
Rönne og þeir heðnir að koma út að
því þegar það kæmi og færi inn í höfn-
ina, til þess að ná í lækni, og til Rönne
kom það kl. 7 e. h. Á lóðsbátnum fór
út læknir Þórður Guðjohnsen og skoð-
aði Þórarinn, sem þá leið óþolandi kvalir
og sá Guðjohnsen þegar, að hér var um
garnaflækju að ræða. Þórarinn var þeg-
ar tekinn á spítala og lagður á skurðar-
borðið, en það var of seint, um nóttina
dó hann. Hann var 37 ára gamall.
Þórður Guðjohnsen, sem hérernefnd-
ur, er sonur Þórðar kaupmanns Guð-
johnsens sem var á Húsavík ; hefur Þórð-
ur verið læknir í Rönne í mörg ár.