Ægir

Volume

Ægir - 01.09.1931, Page 15

Ægir - 01.09.1931, Page 15
ÆGIR 183 Skozku síldveiðarnar. Svo má heita að þær hafi að miklu leyti brugðist og eins léleg sildarútkoma hetur ekki verið síðan árið 1895. Síld- veiðar byrjuðu seint og enduðu snemma einkum við Shetland. T. d. í Peterhead stóð veiðin yfir í ellefu vikur og meðal- afli, á þeim 70 síldveiðaskipum, sem þaðan ganga, var 480 sterlingspund, en útgerðarkostnaður hvers skips var 450 sterlingspund. Koma þá 30 sterlingspund að meðaltali á skip, sem reiknast nettó gróði. Fyrir ellefu vikna hættulega erfiðis- vinnu fengu fiskimennirnir 30—40 shill- ings alls. Við lélegan afla, bætist lágt verð á markaðsstöðunum. Menn voru peninga- litlir, gátu ekki keypt og þar sem neyzlu- vörur eru komnar í samt lag og þær voru fyrir stríð og sumar ódýrari, þá kaupa menn ekki síld eða aðrar sjávar- afurðir með því verði, sem útgerðar- kostnaðurskapar, og verður því ófáanlegt. Síldarleysið árið 1895 kenndu fiski- menn smokkfiski, að hann fældi síldar- torfurnar burtu. 1 sumar var ekki að eins smokkfiskur í stórum torfumásíld- arsvæðinu, heldur einnig mikið af há- karli; við átu varð varla vart og sjór var mjög tær. Mótorbátaútgerðin á suðurfjörðunum, bar sig lítið eitt betur, þar sem rekstur hvers báts var um 10 sterlingspundum minni á viku, en eimskipanna, en und- antekning má það heita ef fiskimaður hafði eitt sterlingspund á viku fyrir vinnu sina. Stærstu útgerðarbæir í Scotlandi og Shetlandseyjum eru Lerwick, Stronsay, Wick, Fraserburgh og Peterhead. Út- koma í þeim öllum, eftir síldveiðar í ár, er um helmingi minni en í fyrra. Síldveiðamenn og útgerðarmenn eru farnir að skilja það, að sildin verður að vera fyrsta flokks vara og auk þess svo ódýr, að hún geti keppt við önnur mat- væli á þeim stöðum þar sem hún er boðin fram, en til þess að veiðin beri sig þá, verður hún að vera mjög mikil. Fiskaflinn. Frá áramótum til 1. þ. m. var aflinn á öllu landinu: 283.641 skpd. stórfiskur, 104.516 skpd. smáfiskur, 3209 skpd. ýsa og 3580 skpd. upsi, samtals 394.946skpd. á móti 414.931 skpd. í fyrra. ísfisksalan. íslenzkir togarar fóru níu söluferðir til Englands í ágúst með ísvarinn fisk, og seldu þeir þar tyrir £ 836 að meðaltali i ferð. Er það lítið eitt lægra en i fyrra. f>á var meðalsala í ágúst £ 869. Togara- félagið Grant & Baker i Grimsby hefur haft fjóra togara í ferðum milli íslands og Englands siðan í vor og hefurfélagið keypt hér fisk í skipin, einkum i Vest- mannaeyjum. Nú hefur hið stóra togara- félag Consolidated Fisheries Ldt. í Grims- by einnig gert samning við bátaeigendur hér, um kaup á nýjum fiski, og eru all- margir bátar frá Kefllavík farnir til Aust- fjarða til þess að fiska í skip þessa fé- lags. Bátar þessir fiska aðallega með dragnót. Útvegsbankinn. Þar verða um næstu áramót, bankastjóraskipti. Fer HelgiBriem frá bankanum og verður verzlunarráðu- nautur suður á Spáni, en Helgi Guð- mundsson, sem þeirri stöðu hefur gegnt undanfarin ár, tekur við bankastjóra- stöðunni.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.