Ægir - 01.09.1931, Blaðsíða 16
184
ÆGIR
Aðflutningsgjald af saltfiski
í Portúgal.
í tilkynningu atvinnumálaráðuneytis-
ins, um væntanlega hækkun á aðflutn-
ingsgjaldi á saltfiski í Portúgal, sem send
var Fiskifélagi Islands hinn 24. júlí s. 1.,
er þess getið, að tillaga þess efnis, hafi
mætt mikilli mótstöðu (sjá júlíbefti bls.
150). í bréfi dags. 12. sept., tilkynnir
sama ráðuneyti, að samkv. fregn frá danska
aðalræðismanninum í Lissabon, er það
nú talið alveg öruggt, að ekki verði neitt
úr tollhækkunarráðagerðunum að sinni.
Síldarleit úr lofti.
Hernaðarráðuneytið norska hefur gert
fyrirspurn til Fiskifélagsins á Rogalandi
um, hvort fiskimenn þar vildu mælameð,
að flugferðum til síldarleita yrði haldið
áfram á svæði því, sem þeir stunda
veiðar á.
Stjórn félagsins komst að þeirri niður-
stöðu á fundi, sem haldin var í Bokn,
að gagn það, sem fiskimenn hefðu af
flugvélunum, væri of lítið til þess að
leggja' út í þann kostnað og þá áhættu,
sem flugferðir hafa í för með sér, og
svöruðu fyrirspurninni þannig og létu
þess einnig getið, að fiskimenn á Roga-
landi hefðu enga trú á sildarleit flugvéla.
»Fiskeren« 2. sept. 1931.
Norsku síldveiðarnar.
Hinn 26. ágúst voru 102 skip komin
til Noregs af síldveiðum við íslands og
var samtals afli þeirra 146.078 tunnur af
síld. Af þeim voru 6699 kryddaðar en
hitt, (139.379 tunnur saltaðar). Afhinum
heimkomnu skipum, fóru 50 til Aale-
sund með 59,560 tunnur, 30 lil Hauge-
sund með 59.845 tunnur, 17 til Koper-
vik-Skudenes með 16.050 tunnur, 4 til
Kristiansund með 4.030 tunnur, 3 til
Bergen með 2.437 tunnur og 1 tii Stav-
anger með 4.156 tunnur af íslenzkri sild.
Fieiri norsk skip stunduðu veiðar við ís-
land; voru flest þeirra á heimleið er þessi
skýrsla er gefin og öll með síld.
Samkvæmt skýrslu Th. S. Falk í Stav-
anger dags. 7. nóvbr. 1906 eða fyrir 25
árum, var síldveiði alls það ár 176 þús.
tunnur, og reiknast honum til, að 70
snyrpinætur hafi verið í notkun það ár
og tóku fleiri þjóðir þátt í veiðinni en
nokkurntima áður, því auk Islendinga
tóku Danir, Svíar, Norðmenn og t’jóð-
verjar þátt í veiðinni. Snyrpinótin var
þá komin vel á veg að verða aðalveiðar-
færið við sildveiðar og tóku æ fleiriskip
hana upp, veiddu og margir með reknetum.
Falk telur síldarafla hafa árin á undan. verið svo,
Árið 1900 var veiðin alls... 536 tn.
— 1901 - — — ... 816 —
- 1902 — — — ... 5.000 -
- 1903 - — — ... 40.000 —
— 1904 — — — ... 85.000 —
— 1905 — — — ... 120.000 —
— 1906 — — — ... 175.000 —
Af aflanum 1906, fóru til Noregs 141
þús. tn. og telur Falk peningavirði þeirra
2.600 þús. kr., mismunurinn fór beina
leið frá íslandi, til Danmerkur, Svíþjóð-
ar, Englands og Þýzkalands.
Landmælingamennirnir dönsku sem
komu hingað í vor hafa nú lokið störf-
um sínum þetta ár, eru nú (21. sept.)
komnir til Reykjavíkur og halda svo heim.
Fyrir 100 árum (1831) hóf Björn Gunn-
laugsson stærðfræðingur, landmælingar
hér á landi og hélt þeim áfram í 12 ár.