Ægir - 01.09.1931, Side 18
186
ÆGIR
Um umönnun skipverja í veik-
indum og útför hans.
Það ber stundum við, að sjómenn
koma á skrifstofu Fiskifélagsins og spyrja
um hve lengi útgerðarfélög eigi að ann-
ast um þá í veikindum.
Þykir því rétt að benda hér á kaflann
í hinum nýju sjómannalögum, sem gengu
í gildi hinn 19. maí 1930.
26. gr. Skipverji er skyldur til að láta
lækni rannsaka heilsufar sitt, ef skipstjóri
krefst þess, enda sé það gert skipstjóra
að kostnaðarlausu.
Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið
getur með reglugerð skipað fyrir um
læknisskoðun skipverja.
27. gr. Veikist skipverji eftir að hann
er kominn í skiprúm eða slasist, skal
skipstjóri sjá um, að hann fái nauðsyn-
lega umönnun á skipinu eða í landi, þar
með talið, fæði, hjúkrun, læknishjálp og
lyf, og húsnæði, sé hann utan heimilis
sins.
Ef ástæða er til að ætla, að skipverji
sé haldinn sjúkdómi, sem bætta stafar af
fyrir aðra menn á skipinu, skal skip-
stjóri, svo fljótt sem auðið er, láta lækni
skoða sjúklinginn. Sé eigi öruggt, að verj-
ast megi smithættu á skipinu, skal skip-
stjóri láta flytja sjúklinginn í land.
Geti sjúkur skipverji eigi sjálfur gætt
muna sinna, skal skipstjóri annast um þá.
Sé skilinn sjúkur eftir erlendis, skal
skipstjóri fela hann umsjá islenzks ræð-
ismanns, eða sjá honum sjálfur fyrir
góðri umönnun, ef ræðismaeur er eigi á
þeim stað, og tilkynna þetta þeim ræð-
ismanni, sem næstur er.
28. gr„ Útgerðarmaður greiðir allan
kostnað af umönnun sjúkra skipverja,
meðan ráðningu þeirra er eigi slitið.
Sé skipverji veikur eða slasaður, er
ráðningu hans er slitið, á hann rétt á að
útgerðarmaður kosti umönnun hans í
veikindunum i allt að sex vikur, eða í
allt að að tólf vikur, sé skipverji íslenzk-
ur og njóti umönnunar erlendis. Petta
tímabil telst frá því að skipverji er skráð-
ur úr skiprúmi, eða frá því skipið lét úr
höfn, hafi hann eigi verið skráður skip-
rúmi. Sé íslenzkur skípverji skilinn eftir
erlendis, á hann auk þess rétt á ferða-
kostnaði og fæðispeningum til heimilis
síns hér á landi. Sé hægt að ótvega hon-
um stöðu, eigi lægri en þá, er hann áð-
ur hafði, og eigi ver launaða, á skipi,
sem fara hingað til lands, eða til hafnar,
sem hægara er að senda hann frá heim
til sín, þá er hann skyldur að taka þeirri
stöðu, ef heilsa hans leyfir.
Eigi skipverji sjálfur sök á veikindun-
um eða slysinu, eða hafi hann leynt þeim
er hann réðist á skipið, skal hann sjálf-
ur bera kostnaðinn við umönnun sína
vegna veikindanna, bæði áður en ráðn-
ingu var slitið og eftir, og ferð sína heim,
og má þá draga kostnað þann, sem út-
gerðarmaður hefur haft af þessu, frá kaupi
skipverjans.
Sé ráðningu skipverja, sem haldinn er
smitandi berklaveiki, slitið, greiðir ríkis-
sjóður kostnað þann við umönnun hans
og heimferð, sem útgerðarmaður skyldi
greiða samkv. annari málsgr. þessarar
greinar.
Sé ráðningu islenzks skipverja, sem
haldinn.er smitandi kynsjúkdómi, slitið
erlendis, greiðir ríkissjóður kostnaðinn
við umönnun hans vegna veikindanna,
eftir að ráðningu hans vnr slitið.
29. gr. Deyi skipverji, skal skipstjóri
gera útför haes sæmilega og tilkynna
vandamönnum hans látið.
Skipstjóri skal í votta viðurvist láta
gera skrá yfir muni hins látna, sem á
skipinu eru. Deyi skipverji erlendis, skal