Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1931, Blaðsíða 3

Ægir - 01.10.1931, Blaðsíða 3
Nr. 10 ÆGIR. MÁNAÐARRIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS. 24. árg. Reykjavík. Okt. 1931. Saltfiskssalan. Kreppa sú, sem nú fer yfir, hefurekki farið fram hjá fisksölu okkar Íslendínga. Hinar miklu birgðir framleiðslulandanna á áramótum, ásamt verðfalli því, sem var að færast yfir allar iðnaðar- og matvöru- tegundir, bentu strax í ársbyrjun til þess, að fisksalan á árinu myndi eiga við erfið- leika að etja, þegar svo þar við bættist óvenjumikill afli við ísland og hjá Fær- eyingum, þá ýtti það enn frekar undir verðfallið. Birgðirnar af fyrra árs fiski voru líka að þvælast fyrir á heimsmarkaðinum og eru ekki enn þá uppetnar. Verðfall pe- setans framan af sumrinu dró mjög úr kaupgetu Spánverja ásamt ýmsum inn- anlandsóeirðum og verkföllum sem stóðu þar í sambandi við stjórnarbreytinguna. Sökum þessarar óvissu um gengið, héldu uppkauparar á Spáni sér mjög til baka og þorðu ekkí að gera stærri kaupsamn- inga eða kaupa til langs tíma, en keyptu að eins eftir hendinni, enda vissu þeir um hina miklu framleiðslu og, að ekki myndi skorta framboð. Það var því fyr- irsjáanlegt nokkuð snemma sumars, að ef að salan ætti að aukast, svo sem þyrfti til þess að selja upp birgðir þær bæði gamlar og nýjar, sem fyrir voru að safn- ast myndi verða óbjákvæmilegt, að senda meira eða minna af fiskinum i umboðs- sölu, en það er það verzlunarfyrirkomu- lag, sem íslendingar eða isl. fiskframleið- endur hafa barist á móti eins lengi og unnt hefur verið, og að þvi hefur verið reynt að vinna undanfarandi ár, með bættu fiskmati og strangara eftirliti að koma þvi áliti á íslenzka fiskinn, að föst kaup gætu farið fram samkvæmt ísl. matsvottorðum án þess kaupendur eða seljendur sjálfir hefðu þurft að sjá vör- una. Á krepputímum eins og nú standa yfir er þvi í sjálfu sér ekkert óeðlilegt, þó að gefa verði eftir á því ákjósanleg- asta sölufyrirkomulagi eins og að gefa verður eftir á svo mörgum sviðum, til þess að bjarga því sem hægt er, en það munu löngum verða skiftar skoðanir um það, hvort ekki hefði verið hægt að hafa meiri hönd í bagga með umboðssölunni, annaðhvort af hendi bankanna — sem eiga megnið af því fé, sem í fiskbirgð- unum liggur — eða þá af hálfu ríkis- stjórnarinnar. Einhverjar tilraunir munu að vísu hafa verið gerðar til þess að fá útflytjendur til þess að standa saman um einhverjar takmarkanir, til þess að forðast stjórnlaust verðfall vörunnar, eftir að svona var komið, en tilraunir þessar til samkomulags báru engan árangur. Því miður voru margir framleiðendur svo getulausir og skammsýnir að afhenda útflytjendum fisk sinn að mestu leyti kvaða laust, með misjafnlega mikilli út-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.