Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1931, Blaðsíða 5

Ægir - 01.10.1931, Blaðsíða 5
ÆGIR 193 Ef dæma má eftir þeim skilningi, sem norska ríkisþingið hefur sýnt sildarsölu- samlögum, þarf ekki að óttast að það veiti ekki þessu sölusamlagi þá vernd, sem það þarf með og nauðsynleg er. Fiskútfiutningurinn hefur gengið treg- lega hjá Norðmönnum á árinu; til ágúst- loka í ár voru þeir búnir að flytja út 21,700 smál. en 29,455 á sama tíma í fyrra, og síðan hefur útflutningur hjá þeim gengið treglega. Meira en helming- ur af þeirra útflutningi í ár, hefur farið til Portúgal. 1 heilum förmum vorum við búnir að flytja út frá áramótum tii 15. þ. m. 4/,531 smálestir af verkuðum og óverkuðum fiski, og skiftist sá útflutningur þannig milli neyzlulandanna: 15. sept. 1931. 15. sept. 1930 Bilbao . . 6,999 smái. 7,747 smál, Barcelona 9,961 — 8,700 - Vigo • • • 425 — 495 — Oporto . . 6.750 — 3,485 - Lissabon . 1,949 — 1,273 - Malaga . . 300 - 642 — Sevilla . . 2,169 — 3,447 — Alicante . 140 — 515 — Valencia 1,329 — 1,947 — ltalíu . . 17,509 — 14,542 — 47,531 42,793 Auk þess hefur nokkuð farið bæði ár- in í smásendingum með öðrum skipum og umskipað. í byrjun október voru birgðirnar hér á landi ca. 50 þús. skpd. meiri en á sama tíma í fyrra, og þó að töluverður út- flutningur verði í þessum mánuði, þá fer sá fiskur allur i umboðssölu og ekki að vita nær framieiðendur fá það, sem umfram verður fyrirframgreiðslu, ef það þá verður nokkuð. Birgðir þær sem nú eru bæði í framleiðsluiöndum ogneyzlu- löndum, eru því það miklar að fyrirsjá- anlega verða þær ekki til þurðar gengn- ar fyr en seint á næsla ári, en meðan gamlar birgðir af fiski liggja frá ári til árs, halda þær verðinu og eftirspurninni niðri. Þrátt fyrir það, þó að jafnmikið afla- ár verði næsta ár eins og tvö undanfar- andi, þá er nú þegar fyjirsjáanlegt að dregið verður mjög úr allri framleiðslu, ekki einasta hér á landi heldur líka 1 nágrannalöndunum, því auk þess að samningum hefur verið sagt uppviðsjó- menn á línubátum og togurum og því óvissa um, hvað útgerð þeirra skipa verð- ur á vertíðinni, þó veiður að ganga úl frá að á svona alvarlegum timum eyði aðilar þessir ekki kröftum sínumíófrjó- ar kaupdeilur, en leitist heldur við að finna leiðir til samkomulags, en þær ættu að vera auðfundnar, ef viljann ekki vant- ar til samvinnu, en þrátt fyrir það, þó að leiðir til samkomulags finnist og skip- unum verði flestöllum haldið úti, þá er það gefið, að sökum hins lága verðs framleiðslunnar, að minna kapp verður lagt á að afla mikið, eins og átt hefur sér stað undanfarandi, heldur hlýtur ó- hjákvæmilega að verða lagt mest kapp á að draga sem mest úr öllum útgjöldum og þar af leiðandi, ekki eins teflt á tvær hættur með að fiska í vondu veðri, á kostnað veiðarfæranna, eins og verið hef- ur, sömuleiðis er það óhugsandi að stærri skipin verði látin stunda saltfisksveiðar, nema þann hluta vertíðar, sem tíð er hagfeldust, og afli beztur. Aðra tíma verð- ur að reyna að nota ísfiskmarkaðinn, meðan tök eru. Sama er aðsegjaum mótorbálana, sem heimanræði stunda og skipverjar hafa hluta af afla, að afkoma margra útgerð- armanna er svo slæm, að þó að hægt verði að halda skipum úti, þá verður

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.