Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1931, Blaðsíða 10

Ægir - 01.10.1931, Blaðsíða 10
198 ÆGIR Hvað nú aldrinum viðvíkur, er í stuttu máli þetta að segja. Því miður er ekk- ert hægt að segja um aldur þeirrarsild- ar, sem fiskaðist í fyrra, og enn þá hef ég ekki komist til að rannsaka þau gögn, sem safnað hefur verið í ár, en lfkur virðast mæla með því, að mest sé af sjö vetra síld. Um hinn hlutfalls- lega styrkleika árganganna 1928 og 1929 gefur eftirfarandi yfirlit upplýsingu. Aldur 1928: 1929: Yngri en VI vetra 9,7 3,7 — — VI — 26,2 4,9 — — VII — 26,6 8,9 — — VIII — 19,4 33,6 — — IX — 6,0 26,5 — — X — 7,7 12,3 — — X — 1.6 5,2 — — XII — 2,4 3,4 — — XIII — » 1,1 — — XIV — 0,4 » — — XV — » 0,4 Samtals 100,0°/o 100,0% Tölurnar frá 1928 eru teknar eftir rann- sóknum hr. Steins Emilssonar, en töl- urnar frá 1929 eru samkvæmt mínum rannsóknum. 1929 hefur verið mest af 8 vetra síld, en 1928 hefur 6 og 7 ára síld verið yfirgnæfandi. Reykjavík í október 1931. Arni Friðriksson. Stór fiskfarmur. E.s. »Brigitte Sturm« frá Hamburg, fór héðan 11. október á- leiðis til Spánar og Ítalíu, með fiskfarm frá Kveldúlfi. Farmurinn var 2060 smá- lestir og mun það vera stærsti fiskfarm- ur sem héðan hefur farið. Fyrstu vökur á stjórnpalli. Hann var mjög ungur og nýbúinn að fá annars stýrimanns réttindi, var nú orðinn þriðji stýrimaður á stóru gufu- skipi og stóð í fyrsta sinni sem yfirmað- ur á stjórnpalli með fyrsta stýrimanni. Átti hann nú að taka hina fyrstu vakt á stjórnpalli, því þar ætlaði fyrsti stýri- maður að skilja hann einan eftir, meðan hann svæfi; þóttist hann nú maðurmeð mönnum. Hann leit niður á þilfarið og lcorn auga á hina fjóra lærlinga (appren- tices), sem þar voru við vinnu og hugs- aði til þeirra daga, er hann var i þeirra hóp og fannst langt síðan, þótt í raun réttri eigí væru liðnirnema sex mánuðir, siðan hann tók próf. Honum þótti allt þetta undarlegt og var jafnvel farinn að búast við, að fyrsti stýrimaður skipaði sér niður til þeirra, en i þess stað vék hann sér kunnuglega að honum og mælti: »Ekkert í augsýn herra Jackson«. Hann varð upp með sér þegar hann heyrði orðið herra, í stað hins venjulega á- varps, d r en g u r. »Það virðist vera snarp- ur kaldi í norðvestri«, dirfðist hann að segja, en vænti þess þó, að fyrsti stýri- maður myndi telja útlit fyrir bezta veður. Fyrsti stýrimaður leit i þá átt er hann nefndi og mælti: Bpað verður enginn vindur úr þessu«, sneri sér því næst að stiganum er lá niður á þilfar, greip um handriðið og mælti: »Nú er skipið að öllu í yðar höndum, stefnan er suður áttatíu gráður austur«. Síðan gekk hann í hægðum sinum niður á þilfar. Priðji stýrimaður var að vona að hann segði eitthvað meira, en það brást ognú var skipið undir umsjón hans. Það var farið að dimma en heiðskýrt í lofti, og ekkert sást nema himinn og haf. Hann var nú orðinn húsbóndi hér, í

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.