Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1931, Blaðsíða 12

Ægir - 01.10.1931, Blaðsíða 12
200 ÆGIR Stýrimaður svaraði varla og lét sem þetta væri svo hversdagslegt fyrir sig og hann hefði heyrt þetta svo oft að hann var að reyna aðgeispa, meðan hásetinn skýrði frá, hvaða stefnu hann hefði gefið þeim, sem tók við stjórn, en hásetinn skyldi vel hvernig stýrimanni leið og kringum hann fór hann ekki. Beint framundan var stjörnumerkið »Orion«; það þekkti stýrimaður og eftir þvi sem tíminn leið, eftir því runnu fleiri stjörnur upp, sem hann kannaðist við. Sjö glös (kl. 11^/a) voru slegin og eftir af vökunni var að eins hálf klukkustund; en hvað tíminn leið fljólt og allt gekk að óskum, en margt getur skeð á styttri tíma en það. Hversvegna var hann si og æ að hugsa um hættu þá, sem stafaði af því að mæta skipi og skyldi hann t. d. sigla inn í stóran flota af skipum, segj* um 40—50, hvað átti hann þá að gera ? Hann leit á klukkuna, sem vantaði 25 mínútur til að verða tólf. En hvað tím- inn leið seint, Hvað gæti ekki hent á 25 mínútum, t. d. ef annað skip og hans skip, nálguðust hvort annað með 12 sjó- mílna hraða hvort, þá væri árekstur vis fyrir klukkan tólf. En ekkert var að sjá, sem benti á skip, en allt í einu tók hann viðbragð, því þarna var Ijós beint framundan. Hann starði á þetta ljós, leit á armbandsúr sitt, sem enn vantaði 23 minútur í tólf og hvað sem nú kynni að ske, hlaut það að verða á hans vöku. Hjarta hans barð- ist og hann náði varla andanum. Hvað átti hann nú að taka til bragðs. Átti hann að stöðva skipið, breyta stefnu til stjórnborða, kalla skipstjóra á þilfar eða hvað? Hann rifjaði upp 18. grein sjóferðareglnanna, en það kom fyrir eitt. Snúa til stjórnborða, gefa eitt hljóð með eimpípunni. t örvæntingu sneri hannsér til þess, sem var við stýrið og var rétt að því kominn að gefa honum skipun, en hætti við það. »Setjum«, hugsaði hann að þetta sé ekki gufuskip, það getur vel verið seglskip, eða flskibátur eða ljós á landi, eittvað af þessu, en hvað skalgera? Tíminn leið og ljósið nálgaðist óðum, að honum virtist, því það varð æ skærara. Með skjálfandi höndum tók hann sjón- aukann og horfði á ljósið. Það var ekki gufuskip, en biðum við, máske það hafi drepist á hliðarljósum þess. Skip hans þaut áfram og stefndi beint á hættuna. Hann sá í huganum stálplötur bogna og brotna, björgunarbáta fulla af fólki á sjónum og fjölda manna berjast við dauð- ann, réttindamissi sinn og eyðilagt lif. Ennþá gat hann ekkert aðhafst, ljósið var að kalla mátti í sömu stefnu, að eins hreyfst lítið eitt til stjórnborða. Hann heyrði ekki þegar aðvörunarmerkið eitt glas, var slegið klukkan 11,45. Klukkan 12 heyrði hann annan stýrimann koma upp stigann, en það var honum lítil hugg- un, því nú var ettir að skýra honum frá hinni yfirvofandi hættu, en taugar hans voru í þvi ólagi, að hann hafði ekkert fram að bera, væri hann spurður. Hvern- ig átti hann að losna úr þessari óttalegu klípu? Þá heyrði hann annan stýrimann segja ofur hægt og rólega: »þarna er þá »Sirius« (stjarna) beint framundan. Eg hef sjaldan séð þá stjörnu eins skæra og fagra og hún er nú«. Jackson hrökk við, rendi augunum að Orionsnaerkinu og sá beltið (fjósakon- urnar) henda á skipsljósið, sem hann þóttist sjá og honum hafði bakað hina miklu hugarangist. »Mikill asni hef ég verið«, hugsaði hann með sjálfum sér. Athugasemd annars stýrimanns um Sir- ius, svaraði hann þannig: »Já, mjög skær«. (Pýtt).

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.