Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1931, Blaðsíða 18

Ægir - 01.10.1931, Blaðsíða 18
206 ÆGIR Skýrsla ísl. sendisveitarinnar 1 Danmörku um fiskveiðar Dana 1930. Nýkomin skýrsla um fiskveiðar Dana, árið 1930 felur í sér ýmsan fróðleik, sem rétt þykir að vekja athygli á. 18.819 menn hafa stundað fiskveiðar á samtals 15.560 fleytum, sem mest eru smáfleytur. Að eins 3 skip stærri en 50 smálestir, 695 frá 15—50 smál. og 1836 frá 5—15 smál. Hér um bil 12.000 fleyt- ur voru þannig minni en 5smál. Mótor- ar voru í 5.790 fleytum eða rúmlega þriðjungur alls flotans. 1919 1920 1921 1922 192í Skarkoli . , . 13274 9885 8849 10712 12354 Ýsa .... . 23417 11097 11438 5789 8595 Porskur . . 18538 17358 17423 14759 16163 Síld .... . 23028 14637 11981 9109 17722 Eins og taflan sýnir hefur skarkola- aflinn hér um bil tvöfaldast, en ýsuafl- inn minnkað mikið, þorskaflinn auldst lítilsháttar, en síldarafli minnkað nokkuð. Meðalverð er talið sem hér segir á nokkrum helztu fisktegundum: 1929 1930. Skarkoli 54 au. kg. 60 au. kg. Ysa 39 ----------- 33 — - Þorskur 24 — — 23 — — Síld 25 — - 26 — — Meginið af aflanum hefur verið lagt á land i Danmörku. Futt hefur verið til erlendra hafna 3400 smál. af afla fengn- um í Norðursjónum og 256 smál. af afla fengnum við Islandsstrendur. Af aflanum 1930 var flutt út 56,300 smál., nálega einvörðungu nýr fiskur (umt ísvarið), verðmæti 30,4 miljónir króna, en 36,400 smál. notað innanlands. Útflutningurinn af helztu fisktegund- um hefur verið sem hér segir: Aflinn nam samtals hér um bil 93.000 smál. og verðmætið hér um bil 40,5 miljónum króna, þ. e. sem næst 500 d. lcróna hefur fengist fyrir hverja smálest. Aflnn var 3,8°/o meiri en árið áður (1929) og verðmætið 6,5H/o meira. Flatfisk- og þorskveiðin var nokkuð meir en árið áður, en ýsu- síldar- og álaveiði nokkuð minni. Ostruveiði Dana og síldveiði Dana við lsland er ekki talin með í framangreind- um tölum. Af eftirgreindri töfllu má sjá, hvernig aflinn skiftist eftir tegundum undanfarin 11 ár, talið í smálestum (helztu fiskiteg- undirnar): 1925 1926 1927 1928 1929 1930 19891 20203 17391 22417 26489 27007 6420 6932 9011 5661 5679 6431 18301 20761 22823 23886 18475 21191 16311 11701 16133 21484 17829 16551 1930 1929 Flatfiskur 28.400 sml. 24.000 sml. Forskur og ýsa 13,400 — 12,500 — Síld ........... 6,300 — 7,100 — Áll............. 4,200 — 3,800 — Flatfiskurinn var aðallega skarkoli. Verðmæti fiskifleytanna er talið sam- tals 17,5 miljónir króna. Fiskveiðar Fœreyinga. Um þær upplýsa skýrslurnar meðal annars: Verðmæti aflans árið 1930 er taliðalls 7,834.000 krónur, en var talið árið 1929 8.264.000 krónur. Af aflanum 1930 hafa þilskip (kúttarar) veitt langmest, fyrir 7.398.000 kr. Við Island hafa Færeyingar veitt fyrir 5.570.000 kr., sem samsvarar tæpum % hluta aflans að verðmæti. Við Grænland hafa þeirveitt fyrir 1.960.000 kr.,sem sam- svarar liðlega */* hluta aflans að verðmæti.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.