Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1931, Blaðsíða 17

Ægir - 01.10.1931, Blaðsíða 17
ÆGIR 205 Skýrsla erindreka Austfirðingafjórðungs frá 1. júlí til 30. sept. 1931. Eins og áminnst er i síðustu skýrslu minni, þá lofaði ég yfirliti yfirafla i ver- stöðvunum fyrir norðan Seyðisfjörð, i þessari skýrslu, enda hægt að gera slíkt, þar sem vertíð í þessum verstöðvum er búin nú. Yfirlit þetta verður þá þannig: Borgar/jörður. Þar voru gerðir út 4 opnir vélbátar, sem öfluðu samtals um 100 skpd. í fyrra voru gerðir út 4 bátar sem öfluóu þá 160 skpd. Það er því tæp- lega 2/3 á móti fyrra árs afla. sem batar þessir hafa fengið i ár. I Húsavík og á Glettingsnesi var heldur engin útgerð í ár. Vopnafjörður. Þaðan gengu í ár 10 opnir vélbátar eins og i fyrra, og öfluðu samtals um 290 skpd. En í fyrra öfluðu þessir bátar 970 skpd. og þar að auki öfluðu þeir og seldu nýjan fisk í ís, um 40 tonn, en í ár fengu þeir engan nýjan fisk til að selja til ísunar. Hér er um afarmikla afturför í aflabrögðum að ræða sem stafar eingöngu af fiskileysinu. Bakkafjörður. Þaðan gengu til veiða 11 bátar (6 opnir vélbátar og 5 róðra- bátar). Aflafengur þessara báta var um 800 skpd. í fyrra voru bátarnir 8 alls, og öflugu þá 700 skpd. Gunnólfsvík og Hafnir. Þar voru gerð- ir út 7 opnir vélbátar, sem fengu 340 skpd. í fyrra var sama bátatala ogsama skpd. tala af fiski, sem saltaður var, en þá seldu þessir bátar töluvert af nýjum fiski til ísunar. Skálar. Útgerð þar var meiri en í fyrra, því þaðan voru gerðir út 16 bátar, 13 opnir vélbátar og3róðrabátar, sem færðu á land rúm 700 skpd. í fyrra voru bát- arnir 12 og öfluðu rúm 800 skpd. og að auk um 40 tonn af isfiski. 1 fyrra var aflað og selt á þessum ver- stöðvum, um 120 tonn af nýjum fiski sem fluttur var út í ís. En í ár hefur ekkert verið selt af slikum fiski, sem stafar beinlínis af fiskileysi á þessum stöðum. Ef litið er yfir aflaskýrslurnar, þá sést að ýsu-afli hér eystra er langtum minni en í fyrra. Sérstaklega var lítill afli af ýsu á þessu svæði, sem er nokk- uð óvanalegt. Á fjörðunum frá Seyðisfirði til Djúpa- vogs, hefur á þessu tímabili aflast um 8920 skpd. en á sama tíma í fyrra rúm 12000 skpd. Þar að auki hefur á þessu tímabili verið aflað og selt sem ísfiskur, nálega 400 tonn. Verð á saltfi«ki hér eystra á þessu tímabili var almennt 24 aurar fyrir þorsk og 17—18 au. fyrir smáfisk. Þurrfisksalan hefur verið treg. Um 700 skpd. af fiski var selt hér á Seyðisfirði snemma i á- gúst og var selt á 88 og 90 kr. skpd. af prima þorski. Síðan var selt hér aftur í sept., en það var selt í umboðssölu og borgað út við afskipun 68—70 kr. skpd. fyrir prima þorsk, en 44 kr. fyrir labra. Síldveiðin hér varð minni f ár en í fyrra. t ár veiddust um 83001 tonn, en í fyrra rúmlega 10900. Hér á Seyðisfirði var mikið minni síldveiði en f fyrra. Hversu mikið hefur veiðst af sild og sett á frosthús hér eystra, hef ég ekki fengið skýrslu um enn þá. Eg hef svo ekki meira að setja á þessa skýrslu að svo stöddu, heildar yfirlit set ég 1 lokaskýrsluna. svo þetta læt ég því nægja í þetta sinn. Seyðisfirði 5. okt. 1931. Hermann Porsteinsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.