Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1931, Blaðsíða 8

Ægir - 01.10.1931, Blaðsíða 8
Í96 ÆGIR sóknir, nefnilega sjórannsóknirnar (rann- sóknir á seltu og hita sjávarins) og átu- rannsóknir utan síldartímans. Hinar eig- inlegu síldarrannsóknir, sem gerðar eru beinlínis vegna síldveiðanna, og einkis annars, eru: 1. áturannsóknir (svifrann- sóknir) við Norðurland og annarsstaðar, þar sem síld er veidd, á meðan á síld- veiðitimanum stendur, 2. magarannsókn- ir (rannsóknir á síldarátu eftir mögum síldarinnar), 3. síldarmælingar og 4. ald- ursákvarðanir á síld. Auk þess má telja allar þær hitamælingar, sem gerðar eru til þess að skilja göngur síldarinnar, og göngur þeirra dýra, sem sildin lifir á. Hvað nú átu- eða svifrannsóknirnar snertir, hefur verið safnað allmiklu af svifi hæði við Norðurland, Vesturlandog Austfirði.1 Söfnunin hefur verið falin fiskiskipunum, og hafa þeim einnig ver- ið afhentir hitamælar, til þess að gera með hitamælingar. Svifinu ersafnaðmeð strigaháfum, sem eru allir af sömu gerð og sömu stærð, og skipin eru látin draga háfana ákveðinn tíma með ákveðnum hraða, eða látin gefa upp tímann og hraðann ef útaf bregður. Á þenna hátt fær maður upplýsingar um, gegnum hve mikið sjávarmagn (mælt í rúmmetrum) háfurinn hefur farið, og þar af getur maður aftur fundið þéttleika átutegund- anna eða fjölda einstaklinganna af hverri tegund í hverjum rúmmetra. Aðferðiner reyndar ekki mjög nákvæm, en mun þó geta gefið nokkrar upplýsingar um átu- magnið í sjónum. Allstaðar þarsem svifi hefur verið safnað, hefur hitinn verið mældur, en auk þess hafa um 20 fiski- skip verið látin gera daglegar hitamæl- ingar eftir því sem hentugleikar leyfðu, einmitt um þann tíma, er sildin var að hverfa, til þess að séð yrði, hvort hita- 1) Auk pess safna varðskipin átu kringum allt land. allt áriö. breytingar stæðu í beinu sambandi við hvarf síldarinnar. Enn sem komið er, hef ég einungis séð lítið eitt af útkomu þessara mælinga, og get ég þvi ekki lagt dóm á gildi þeirra að sinni. Magarannsóknir hafa verið gerðar með nokkuð öðru sniði, en áður hefur tíðk- ast, nefnilega með það tvennt fyrir aug- um: a) að finna hvaða átutegundir væru yfirgnæfandi i fæðunni, og b) að finna hve mikil áta væri í hverjum maga að meðaltali. Á fyrra atriðið hefur jafoan verið lögð mikil áherzla, en síðara at- riðið hefur ekki verið tekið til meðferð- ar hér við land fyr, svo ég viti. Fyrri liður rannsóknanna miðar einkum að þvi, að rannsaka hvaða átuflokkar og átutegundir eru yfirgnæfandi í fæðunni annarsvegar og ástand sjávarins, svo sem híta, tima ársins og tíma dagsins hins vegar, m. ö. o. að finna orsökina til þess að þessi eða hinn áluflokkur eða átu- tegund er yfirgnæfandi á þessum og þess- um stað eða tíma. Hvað síðari liðnum viðvíkur hef ég hagað rannsóknunum þannig, að ég hef valið eins margar pruf- ur og hægt hefur verið að komast yfir, frá mismunandi stöðum og frámismun- andi tíma. í hverri prufu hafa verið 10— 20 magar, og rúmmál átunnar í öllum mögunum hefur verið mælt í rúmsenti- metrum, og meðalrúmmál átunnar í hverjum maga reiknað út. Takmark þess- ara rannsókna er annarsvegar, að finna sambandið á milli átumagnsins og hit- ans í sjónum, o. s. frv., en hins vegar að finna sambandið á milli átumagnsins og aflamagnsins, á mismunandi stöðum, og mismunandi tíma. Það hafa nú þegar verið rannsakaðir á annað þúsund mag- ar, eða á annað hundrað prufur, og mik- ið er enn þá órannsakað. Til þess að átta sig á gildi þessara rannsókna, verð- ur öllu síldarsvæðinu skift niður í bil,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.