Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1933, Blaðsíða 4

Ægir - 01.05.1933, Blaðsíða 4
122 ÆGIR Ólína Hróbjartsdótlir, missti mann sinn frá 9 börnum, er Jón forseti strandaði við Stafnes 1928. Jón Kristjánsson kyndari, Skólavörðu- slíg 26, sonur Kristjóns Jónssonar tré- smiðs. 20 ára. Ókvæntur. Markús Jónasson loftskeytam., Vestur- götu 24, 26 ára, ókvæntur. Þessir björguðust : Stefán Benediktsson 1. slýrim. Kristinn Stefánsson 2. stýrirn. Jón Magnússon, Njarðargötu 41. Matth. Jochumsson, Öldugötu 17. Mikkel Guðmundsson Laugaveg 27. Ingólfur Gíslason, Eystri Skáta, Eyjafj. Guðjón Marteinsson, Amtmannsst. 4. Guðm. Sigurðsson Bókhlöðustíg 6. Arnór Sigmundsson, Vitastig 9. Ásmundur Jónsson, Hverfisg. 58. Halldór Magnússon, Hringbraut 190. Ragnar Marteins. Meiri-Tungu Holtum. Sigursveinn Sveinsson, Fossi, Mýrdal. Kristján Magnússon, Efri-Hömrum. Isleifur Ólafsson, Grettisg. 22. Árni Porsteinsson, Keflavík. Hallmann Sigurðsson, Lambhúsum Garðahreppi. Hjalti Jónsson, Lokastíg 19. Ingvar Guðmundsson, Þjóðólfshaga. ólafur Marteinsson, Árbæjarhjáleigu. Magnús Þorvarðsson, Bragagötu 22. Lúðvík Vilhjálmsson, Hverfisgötu 49. Sólberg Eiríksson, Hverfisg. 99. Sæmundur Auðunnsson, Minni-Vatns- leysu. Meðan á björgun stóð, var lik Sigur- þórs Júl. Jóhannssonar, dregið á land á bjarglínunni, hafði einhvern veginn festst þar. Tveim dögum síðar rak lík 1. vél- sljóra Jakobs Bjarnasonar, skammt frá strandstaðnum, síðar lík Eðvarðs Jóns- sonar, sem fanst á reki út af Miðnesi. Nýtt rit Björgunarfél. Vestmannaeyja Tíu ára starf. Gefið út af sljórn Bjðrgunai fél. Vestmannaeyja MGMXXXI. Rit þelta hefur kennari Páll Bjarnason samið. Er þar sögð saga félagsins frá byrjun, tildraga að stofnun þessogfram- kvæmda. I eyjunum var þegar komin hreyfing um björgunarmál árið 1914, en þá skall stríðið á og ekkert var aðgert, en málefnið var þess eðlis, að það gat ekki gleymst. t*að var ekki fyr en vet- urinn 1917 — 1918, að framkvæmdir byrj- uðu. Var stofnfundur haldinn hinn 3. ágúst 1918 og bráðbirgðastjórn kosin. Erindreki félagsins var kjörinn Sigurður Sigurðsson lyfsali. Dagana 16. og 17. september s. á. voru fundir haldnir og síðari daginn var kos- in regluleg stjórn, sem undirbjó frum- varp að félagslögum og voru þau sam- þykkt á fundi 7. april 1919. Ritið skýrir síðan frá kaupum björg- unarskipsins »Þór« og frá vinnu þess, bæði sem björgunarskips og strandvarn- arskips. t*ór kom til Eyja 26. marz 1920 og hélt björgunarfélagið honum úti ó sinn kostnað til 1. júlí 1926, þá keypti rikið hann og tók við honum. Einn kafli ritsins hefur að yfirskrift: »Slys og hrakningar á sjó frá Vestmanna- egjum árin 1908—1930« og hefur Jes A. Gíslason tært það í letur. Ritið getur nokkuð um lyfsala Sigurð Sigurðsson frá Arnarholti, en dugnaði hans og fórnfýsi, er hann sýndi á byrjunar- sligi fyrirtækisins og eftir að félagið tók til starfa, má heldur ekki gleyma. IJað var í ágústmánuði 1918, að Sig' urður kom hingað suður til að undirbúa

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.