Ægir

Volume

Ægir - 01.05.1933, Page 7

Ægir - 01.05.1933, Page 7
ÆGIR 125 eins mikla andúð og heiiin ó aumingja seglskipunum. Meðan ég sigldi á enskum skipum, voru í bókakistum þeim, sem trúboðið enska afhenti langferðaskipum, áður en úr höfn var lagt, sjóferðasögur og guðs- orðabækur, aðal innihald. Þegar veður leyfði voru kisturnar settar á þilfar stð- ari hluta laugardaga og gátu þá allir valið sér bók og skilað því, er að láni var. Auk áðurnefndra bóka voru ýms timarit í kistunum. Vildi þá stundum til að einhver lenti á sögu um sjóferð eftir rithöfund, sem lítið þekkti til siglinga, en mun hafa ætlað að spreyta sig á þeirri tegund frásagm*. og ritstjórar tímaritanna verið jafnófróðir þar, ogtek- ið greinina. En nú fóru sjómenn aðlesa °g þegar þeir sáu að getið var um rár á öftustu siglu á barkskipi, þrisiglt brigg- skip, stýri lagt í hlé til að kúvenda o. s. frv., þá var tímaritið lagt til hliðar eða sagan gagnrýnd og hlegið dátt að fá- vizku höfundarins í þessu efni, sem hann var að skýra frá. Skipunarorð og heiti verða að vera rétt á hverju skipi; málfræðislega verða þau það ekki, en þau verða að vera í samræmi við sjólf síg, sem styztog greini- legust, svo misskilningur geti hvergi orð- ið. IJar í felst sá mikli vandi, að laga svo að orðfæri þessa sérstöku grein íslenzkrar tungu, að áheyrileg verði og öllum líki. Þó roega þeir, sem endurbæta vilja sjómál á íslenzkum skipum, aldrei gera meiri mál- fræðislegar kröfur til þess, en til orða og orðatiltækja, sem notuð eru við iðnrekstur yfirleitt og þeir verða að muna það, að í daglegu tali eru notuð ýms orð, sem eru að uppruna útlend, sem eflaust mætti snúa ® islenzku, væri lærdómur fyrir, en þjóð- inni hefur þótt þau handhæg og því notað, enda þau látin óáreitt og héðanaf mun bezt fara á því. Sveinbj. Egilson. Yfirbyggð síldverkunarstöð. Mjög hefur síldarverkun jafnan verið áfátt hjá okkur að ýmsu leyti, síðan að við byrjuðum slíka starfsemi, enda var slíkt ekki óeðlilegt, þar sem við höfðum fengið fræðslu í þeim efnum nærri ein- göngu frá Norðmönnum, sem yfirleitt standa ekki framarlega meðal þjóðanna, að því er vöruvöndun snertir, og sízt af öllu að því er snertir verkun síldar, enda er norska síldin frekar léleg vara, og því lögð aðaláherzlan á að framleiða hana á sem ódýrastan hált og keppir hún því á heimsmarkaðinum eÍDgöngu við ódýr- ari tegundir, sem ódýr fæða, þess hluta þjóðanna, sem minnsta kaupgetu hafa. Öðru máli er að gegna með okkar síld. Sökum fjarlægðar okkar frá heims- markaðinum og kostnaði þeim.sem það hefur í för með sér að flytja jafn rúm- frekar umbúðir eins og tunnur eru fram og til baka, eigum við erfitt með að keppa um verð við þær þjóðir, sem ódýrasta framleiðslu hafa, og hægasta aðstöðu til veiðanna, enda gerist þess ekki sérstak- lega þörf. íslenzka sumarsíldin er svo gott hrá- efni, og varan í sjálfu sér svo góð, að hún getur komist í hærri flokk og keppt við þær sildartegundir sem dýrari eru, í þeim löndum, sem mesta kaupgetu hafa og þar sem kröfur um gæði og vöru- vöndun er meiri. Eins og kunnugt er, hefur megnið af ísl. sildinni farið til Sviþjóðar undanfarið, en sá markaður var orðinn of þröngur fyrir okkur, enda voru ýmsar aðrar þjóð- ir, sem gerðu út leiðangra hér við laud og framleiddu samskonar vöru í sam- keppni við okkur á þessum markaði, en íslenzka ríkisstjórnin og Alþingi hefir aldrei fengið fullan skilning á þvi, hvers

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.