Ægir

Årgang

Ægir - 01.05.1933, Side 12

Ægir - 01.05.1933, Side 12
130 ÆGIR til sveita, en hitt er þó talið líklegra, að það sé atvinnuleysið, sem nokkuð sverfur að, en um það eru engar fullnægjandi skýrslur til. Pessi minnkaða kaupgeta kemur víða fram. Hefur kjötverðið, til dæmis, verið lækkað tvisvar síðustu þrjár vikurnar, vegna þess, hve illa hefur gengið að selja það, og í seinna skiptið eftir páska. Einnig hafa íleiri en einn af smásölunum sagt mér, að þeir muni ekki til, að í mörg ár hafl verið önnur eins eftirspurn eftir lélegum fiski og »trozos«, eins og nú, en svo kalla þeir þunnildið og annað það, sem verst þykir af fiskinum. Er það venjulega selt fyrir 1.25 pes. tvípundið, en þykkildið 2.25 — 2.75 pes. í Portúgal hefur verðinu farið lækk- andi, sérstaklega í Oporto. Er talið að norskur fiskur hafi fallið þar um 6 sh. 60 kg. pakki, síðan í febrúar, svo segja má að gæfusamlega hafi tekist með söl- una á íslenzka fiskinum. Neyzlan hefur verið allgóð þar, sérstaklega á íslenzkum fiski, en minni af fiski frá Newfound- landi, en verið hefur. Er nú svo komið, að meira er neytt af íslenzkum fiski í þessum mesta saltfiski-markaði heimsins, en öllum öðrum fiski samanlögðum. Er því Newfoundlandsmönnum þetta nokkurt áhyggjuefni, og hefur mikið verið rætt um það í blöðum þeirra, hve fiskurinn gangi illa út. Ganga klögu- málin á víxl: sjómenn kenna um léleg- um verzlunaraðferðum, en kaupmenn lélegum verkunaraðferðum, en hvoru- tveggja mun að kenna. Hafa kaupmenn i markaðslöndunum látið álit sitt í ljósi hver af öðrum, og eru þeir óánægðir með fiskinn frá Newfoundlandi, en hrósa hinum íslenzka. Hef ég áður getið um álit Grikkja á honum, en ítalir hafa einnig sagt svipað. Svo sem menn vita, þá var Fisksölu- sambandinu ekki tekið jafn vinsamlega í Italíu, eins og hér á Spáni, og hef ég gert grein fyrir blaðaskrifum um það fyrir nokkru síðan. Var stofnað félag meðal ítalskra fisk-innflytjenda, til að þeir stæðu betur að vígi gagnvart sam- tökum íslendinga. í því má telja tvo flokka. Mynduðu fáir stór-innflyjendur annan fiokkinn, og voru þeir Samband- inu vel-viljaðir í upphafi, og tilraunum þess til að festa verðið á fiskinum. En þeim féll ekki, að það hélt fast við að selja fiskinn c. i. f. Ítalíu, því þeir vildu geta notað ítölsk skip og ítölsk vátrygg- ingarfélög. Einnig vildu þeir geta látið skipin koma við t. d. í Færeyjum til að taka fisk þar. Urðu þeir því Samband- inu fráhverfir, og reyndu því að fá fisk annarsstaðar að. Var Gismondi aðal- maður þessa flokks, en honum hefir lengi verið það áhugamál, að Norðmenn tækju upp labrador-verkun Islendinga, svo að hann geti skipt við báða. Hinn flokkurinn, skipti aftur eingöngu við ís- lendinga og líkaði viðskiptin vel. Vilja sumir gera mikið úr því, að við höfum misst af viðskiptum fyrir þessar sakir, og hef ég séð þess getið, að inn- flutningur t. d. á frönskum fiski hafi tvöfaldast á siðastliðnu ári frá þvi, sem áður var. Pykir mér því rétt, að birta innflutningsmagn þeirra landa, sem sent hafa saltfisk til Ítalíu síðustu tvö árin, og nota þá verzlunarskýrslur ítölsku hagstofunnar: ísland lestir 1931 23 530 1932 19 103 Færeyjar — 2 461 938 Frakkland — 1 284 1 288 Bretland — 961 413 Noregur — 6 230 5 373 Iíanada — 5 508 6 876 Bandarikin — 1 238 460 Onnur lönd — 312 1 017 Alls lestir 41 524 35 467

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.