Ægir

Volume

Ægir - 01.05.1933, Page 16

Ægir - 01.05.1933, Page 16
134 ÆGIR slys, hvernig sem þau eru, verður mönn- um á að spyrja: »Hvernig vildi þettatik. Oft vita menn orsakirnar. Þegar bátar eða skip farast með öllu, er enginn ,til frásagnar. En eins og vitað er um or- sakirnar þegar menn eru viðstaddir, geta verið líkar orsakir þegar enginn getur skýrt frá, þó mjög sé hætt við, að í mörgum tilfelium geti mannlegur mátt- ur engu áorkað — ekkert aðgert. Það er talið að fyrsta sporið til þess að ráða bót á einhverjum meinum, sé að vita orsakirnar, svo er einnig um slysavarnir, að til þess, að hægt sé að koma í veg fyrir slysin, þurfa menn að reyna að finna sem flestar orsakir og haga svo varúðarráðstöfunum eftir því. Ég vil taka tvö dæmi: Maður dettur út af bát og drukknar, veðrið máske gott, var ekki syndur. Annar maður dettur út af bát, veðrið máske ekki gott, kann að synda, getur haldið sér á floti meðan lagt er að hon- um og bjargast; orsökin er sú að fyrri maðurinn gat ekki flotið þ. e. kunni ekki að synda. Svona má margt telja og til þess að geta komið í veg fyrirslysin má til að reyna á allan hátt að læra að þekkja orsakirnar. Enginn má taka þessar línur svo, að ég ætli að fara að kenna sjómennsku, til þess tel ég mig ekki færan, hins vegar langar mig til að fara nokkrum orðum um aðfarir manna á mótorbátum og út- búnað þeirra, því þar hafa slysin verið einna tíðust, þó eru jafnvel ægilegustu slysin á öðrum skipum. Vissulega sjá menn margt eftir á, sem ekki var gott að sjá fyrir. Lög eru til um eftirlit með skipum og bátum og öryggi þeirra. I reglugerð þar að lútandi eru ýmsar varúðarreglur og allt mögulegt týnt til, sem menn eiga að hafa með sér, og er það flest nauð- synlegt. Áreiðanlega er víst að þessar reglur, þessir hlutir, koma ekki að fullu gagni ef mennirnir, sjálfir sjómennirnir, — formenn og skipstjórar — ekki finna til þeirrar ábyrgðar, sem á þeim hvilir, með að halda öllu í lagi lengur en rétt á meðan verið er að skoða fleyturnar. Þess vegna verður að álíta, að það sé mjög mikið undir mönnunum komið, að það takist að fækka slysunum, en ekki treysta um of á útbúnað, þótt allt sé í lagi samkvæmt lögum. Það er æði mismunandi, hvernig út- búnaði báta og skipa er hagað á ýms- um stöðum; mætti þar til nefna, að ég hef séð á bátum að áttavilinn er hafður á lestarlúkunum. Mér finnst það fremur ótryggur staður á bát fyrir jafn áríðandi hlut og áttavitinn er, þvi hverju gæti það ekki valdið, ef eitthvað verður fyrir átta- vitanum, hann brotnar eða tekur út — það þarf ekki að lýsa því fyrir sjómönn- um. Víða eru segl á mólorbátum ófull- komin. Að minni byggju ættu segl á mótorbátum að vera vel stór, minnka þau heldur ef þörf er á. Vel flestir mót- orbátar sigla fremur illa, nema þá i lið- ugu, en mundu oft að minnsta kosti í hægum vindi fremur geta bjargað sér með stórum seglum, t. d. dregið sig frá landi ef vél stöðvast, meðan verið er að fá hana í lag aftur. Annars eru vandræði hvað illa gengur að verja segl, sem svo sjaldan eru not- uð, fyrir skemmdum, mikið má þó með góðri hirðu og góðum áburði. Bendamá á áburð, sem menn geta búið til sjálfir eftir fyrirsögn í handbók fyrir ísl. sjó- menn, eftir Sveinbjörn Egilson, bls. 53, (Börkun á seglum). Eitt er það bjargráð, sem ekki ætti að vanta í neinn bát, að minnsta kosti alla minni báta, það er lýsi. — Það er undra

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.