Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.05.1933, Qupperneq 17

Ægir - 01.05.1933, Qupperneq 17
ÆGIR 135 vert að sjá, hvað það lægir mikið stór- sjó. Eg hef reynt það og veit, að með þvi að nota lýsi, má sleppa við margan skellinn, sérstaklega á undanhaldi, og það er trúa mín, að ef menn hefðu það alltaf hugfast að nota lýsi og haga sér eTtir því, þá getur bátur bjargast, sem annars er óvíst hvernig færi. Ýmislegt fleira mætti telja, en ég geri ekki ráð fyrir að geta bent á neitt sem aðrir ekki þekkja og hafa áðurséð, eða máskereynt sjálfir. Þó get ég ekki stillt mig um að minn- ast á rekakkeri, sem menn eiga alltaf að hafa og ge*a gripið til, en minna má á það, að það getur verið mjög misjafnt, hvað bátar og skip þurfa stórt rekakker, ekki nóg að ætla tveim jafnstórum bát- um að rúmlestatali jafnstórt rekakker, þvi það getur verið meiri yfirbvgging á einum en öðrum og stendur því mis- jafnlega mikið veður í þá, og þarf þess vegna misjafnlega mikla mótstöðu i vatn- lnu, til að halda þeim uppi í stormi og stórsjó. Ein er sú aðalvörn, sem menn verða ulltaf að muna eftir á mótorbátum, og það er að minnka ferðína í tíma, því satt að segja er hálfískyggilegt að sjá hvað menn selja oft kraftmiklar vélar, uiáske í miður sterka báta, og ér þá af- ar mikið undir þeim mönnum komið, að fara gætilega, sem veita slikum bát- ttui forstöðu. Það er hægðarleikur að sprengja bát á mjög mikilli ferð á móti, þó ekkert saki ef rólega er farið, sömu- feiðis getur undanhaldið líka verið hættu- ^egt, ef farið er með fullri ferð. Pað hef- Ur verið talað um að nauðsyn bæri til takmarka með lögum, hve stórar vél- ar ætti að mega setja í báta, líklega væri Pað til bóta, en ég er þess fullviss, að slik lög komi varla að tilætluðum u°tum, ef mennirnir sjálfir ekki sjá hvert stefnir og séu alltaf vakandi fyrir því, að það eru þeir (formennirnir), sem allt hvílir á i þessum efnum. Þeir verða að geta metið hvað við á, á hverjum tíma, í hverju eintöku tilfelli. Ekki alls fyrir löngu var sá siðurtek- inn upp hér á landi, að leggja línurnar á mótorbálum með fullri ferð, og þykir okkur sjómönnum það mesta hagræði, sem það líka er, en þó mætti benda á það, að ég fyrir mitt leyti tel það hættu- mesta tímann fyrir mennina, að þeir þá detti út, ef ekki er hægt á ferðinni, með- an verið er að leggja. Sjómenn verða alltaf að fara að sjó með gætni og festu, og aldrei gleyma því að hvað lítið sem þeir vanrækja í því að halda öllu vel við, getur stundum valdið óþægindum, tjóni og jafnvel slysum. Ritað á skírdag 193J. Árni Vilhjálmsson. Siglingar Skipum þeim, sem leið eiga fram hjá suðurodda Ameríku, fækkar óðum. Áð- ur var þetta fjölfarin leið fyrir skip, sem annaðhvort voru á ferð frá Atlantshafi til vesturstrandar Ameríku, eðafráNýja- Sjálandi til stranda við Atlantshafið og hið gagnstæða. Var ferðin fram hjá suðurodda Ameríku, Cap Horn, álitin að vera hín örð- ugasta flestra siglingaleiða, sem verzlunar- skip fóru og að eins fær stórum og sterk- um seglskipum, vegna storma og stórsjóa, sem æða að öllu jöfnu á þessum slóð- um, einkum að vetrarlagi; er þar vetur þegar sumar er á norðurhveli jarðar. Fjöldi skipa fórst á þessum slóðurn, sum lentu í ís, önnur mislu siglur og algengt var að skip hröktust þarna svo vikum skipti. Skipshafnir voru útslitnar af vök-

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.