Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.05.1933, Qupperneq 23

Ægir - 01.05.1933, Qupperneq 23
ÆGIR 141 „Stjórnborða“ og „bakborða“. Hinn 14. febrúar 1929 hélt skipstjóra- félagið »Kári« í Hafnarfirði fund með sér og hafði boðið skipaskoðunarstjóra Ólafi T. Sveinssyni, skipamiðlara Guð- mundi Kristjánssyni og Sveinbirni Egil- son ritstjóra að vera á fundinum. Þar var meðal annars, rælt um hættu þá, sem stafaði af vöntun á föstum ó- hagganlegum skipunarorðum við stýri, er það skal hreyfa, orðum sem aldrei má breyta út af, því eins og ástalt var, vantar þar alla festu og horfir til stórvandræða á sjónum, eigi þetta að haldast svo. Hinn 5. marz s. á., var þetta sama mál rætt á fundi skipstjórafélagsins »Ald- an« hér i bæ. Þar skýrðu þeir útgerðar- maður Loftur Bjarnason og Sveinbjörn Egilson frá þessu áhugamáli »Kára« í Hafnarfirði, og »Aldam< kaus nefnd í þessu stórmáli; lengra var ekki auðið að fara til að svæfa áhugann ; látið mig vita um það, ég var í þeirri nefnd og fer nærri um vinnubrögðin. Um þetta mikilsvarðandi mál, héltsvo Aldan einn íund síðar, þegar við nefndar- fflenn skiluðum, eftir dúk og disk, nefnd- aráliti, sem þó vart var annað en grein, sem ég milli þessara funda, skrifaði í »Ægi« 13. maí 1929, um málið. Síðan hefur þessu ekki verið hreyft opinberlega og í 4 ár hefur sama hætt- an verið á sjónum og sú, sem skipstj.- félagið »Kári« í Hafnarfirði vildi draga úr, með föstum skipunarorðum viðstýrið. Nú hafa aðrir tekið í taumana og lög- leitt skipunarorðin, stjórnborða og bak- borða, eins og áður var, en þó þannig, að þegar skipunin stjórnborða er gefin, þá snýst stefni skipsins til hægri (og þjóli snúið til hægri) og mótsett er skip- unin er bakborða. Þetta millibilsástand, með hœgri og vinstri skipunarorðunum, er því úr sögunni og samræmi fengið. Sveinbjörn Egilson. Nýr iðnaður. Jón Guðmundsson Spít- alastíg 7 í Reykjavík, hefur í vetur byrj- að á því að búa til lóðabelgi, enafþeim er talsvert notað hér eins og kunnugt er. Er það gleðilégur voltur um sjálfs- bjargarviðleitni i hvert skipti sem nýtt iðnaðarfyrirtæki er stofnað hér, jafnvel þó í smáum stýl sé af stað farið. Hér er að vísu ekki um framleiðslu úr íslenzkum afurðum að ræða, þar sem bæði íburður og dúkur er aðkeypt út- lent efni, en sú vinna sem til framleiðsl- unnar fer, er þó innlend, og léttir því á atvinnuleysingjahópnum, sem orðinn er æði stór hér, suma tíma ársins. Hér er að visu ekki um stórfelda fram- leiðslu að ræða, en þó voru fluttir til landsins 1930, lóðabelgir fyrir nærri 40 þúsund krónur, og væri þvi vel farið, ef Jóni tækist að kyrrsetja eitthvað af þeirri upphæð í landinu. Reynzlan á auðvitað eftir að skera úr þvi, hvort að þessi innlenda framleiðsla er samkeppnisfær við þá lóðabelgi, sem við höfum áður keypt frá útlöndum, að þvi er gæði snertir, enda verður fljótlega úr því skorið, en þeir formenn sem þeg- ar hafa reynt þá, gefa þeim ágætis með- mæli. Að því er séð verður, eru lóðabelgir þessir fyllilega eins sterkir og lóðabelgir þeir er frá úllöndum hafa fluzt hingað. K. B. Leiðrétting. í síðasla tölubl. Ægis (nr. 4) hef- ur niisprentast ártalið i fvrirsögn yfir skýrslu Páls Halldórssonar: 1932, á að vera 1933.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.