Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1933, Blaðsíða 24

Ægir - 01.05.1933, Blaðsíða 24
142 ÆGIR Athugasemd. Svargrein hr. ólafs Ólafssonar stýri- manns á varðbátnum »Jóni Finnssyni«, sem hann birtir í 2. tbl. Ægis undir nafn- inu »Landhelgisgæzlan«, er rituð til að hnekkja þvi, sem ritað var úr Arnar- firði laust fyrir áramótin í sama tímariti. Af því að meðnefndarmenn mínir eru nú báðir fjarverandi og sennilega ekki umkomnir þess, að andæfa því, sem sagt er í nefndri grein, get ég ekki látið fram hjá mér fara, að gera stutta athugasemd. Við höfum kært fyrir alþjóð og stjórn- arvöldum. Hann vill hnekkja því, og geri ég hvorki að hneykslast á því né lá hon- um það. Hitt er annað mál, að mér virð- ist þessi yfirmaður strandvarnanna vest- ur hér, hafa farið feti lengra en hóflegt er í grein sinni. Hann vill láta líta svo út sem allt það, sem við höfum sagt, sé ósatt, og er það nokkuð langt farið af þeim, sem sjálfur vill láta taka mark á orðum sínum. Ég ætla mér ekki að fara að deila við hr. Ólaf Ólafsson, stéttarbróður minn, og skulu frændur vorir, sjómennirnir, ekki þurfa að draga okkur sundur eins og ólma varga í málgagni sínu. Slrandvörninni hér vestra hefur ávallt verið áfátt, þó út yfir hafi tekið síðast- liðið ár. Þetta dylst víst engum Vestfirð- ing, en hitt er annað mál, að fáir, ef til vill engir, kenna þetta mönnum þeim, sem framkvæmt hafa strandvörnina, held- ur hinu, að svæðið er of stórt. Mér virð- ist og svo sem greinarhöf. viðurkenni þetta, og þykir mér vænt um það, því að mér er líka kappsmál, að strandvörn- in hér vestra sé sem allra bezt. Gætu því umkvartanir eins og okkar leilt til þess að eftirlitið yrði skerpt, þá er tilgangi okkar náð. Og ég leyfi mér að fullyrða, að enginn okkar þremenninganna, sem að greininni stóðum, höfðum í huga að ráðast á þá menn, sem framkvæmd þess- ara mála var falin. Ég ætlazt ekki til, að þessi stutta athugasemd verði til þess, að hleypa af stað deilu um þetta mál og því lek ég ekki grein hr. Ólafs Ólafsson- ar til andsvara lið fyrir lið. En ég verð að líta svo á, að einmitt hann staðfesti það, sem við höfum áður sagt. Þeir slóðu togarana að ólöglegum veiðum i Arnarfirði 2—3 sinnum. Hvað er þelta annað en það, sem við höfum sagt, eftir umsögn arnfirzkra formanna? Svona var það, það dylst engum. Hví er þá verið að reyna að gera frásögn okkar tortryggi- lega? Eg hef sjálfur staðið togara að veið- unum — langt fyrir innan línu. t*á voru tveir aðrir nálægt, og Seldælingar, sem á sjó voru, sögðu, að þeir væru nýlega komnir út úr firðinum. Éetta var um sólarupprás. Seldælir sögðu mér þá frá 6 togurum, sem verið höfðu að veiðum fram af dalnum sólarhringinn áður. Og ég þarf ekki að rengja sögusögn þeirra. Eg skýrði útvarpinu frá þessu. Fleiri menn kærðu einnig yfir hinu sama, og stjórnin réð bót á vandræðunum, en að- eins í það eina skifti. Kærur úr Arnar- firði ollu því, að »Rán« var tekin og að álitleg Ijárhæð rann þá í þann sjóð, sem launar strandvörn »Jóns Finnssonar«. Vera má, að varðbátsmenn hafi gert þetta líka, og er það sennilegt, þar sem »ekk- ert nema skot gat þvingað þá (togarana) til að stöðva«. Og ég get sagt lesendum Ægis það, án allrar þykkju í garð varðbátsmanna fyr og síðar, að hefði stjórn strandvarnar- málanna, mörg undanfarin ár, brugðið við i hvert sinn, þegar kært hefur verið úr Arnarfirði, þá hefðu margir verðmætir ódrættir hlaupið á snæri Landhelgissjóðs. Mér er dálítið sárt um að vera talinn

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.