Ægir

Volume

Ægir - 01.05.1933, Page 26

Ægir - 01.05.1933, Page 26
144 ÆGIR ekki. Var leitað fram í myrkur, en sú leit bar ekki annan úrangur en þann, að ból nokkur fundust. — Á bátnum voru, Pétur Sveinbjörnsson form., lætur eftir sig konu og 7 börn, Einar Einarsson, Kviabóli, lætur eftir sig konu og 2 börn, Guðm. Jóhannesson frá Raufarhöfn, lætur eftir sig konu og tvö börn og Sverrir Sveinsson, ókvæntur. — Veður var sæmilegt. Bátur þessi mun hafa sokkið á svo miklu dýpi, að vart munu tiltök að ná honum upp og því ekki auðið að gizka á orsök til slyssins. Hinn 24. marz, voru farnir í sjóinn, talið frá nýári, 45 menn, með Friðþjófi frækna 4 menn. Til loka, 49 menn. Frú Ástríður Sigurðsson, kona Magn- úsar Sigurðssonar bankastjóra, andaðist að heimili sínu hér í bæ, hinn 25. apríl s. I., var banameinið lungnabólga. Hún var jarðsett 2. maí, að miklu fjölmenni viðstöddu. Slys. Hinn 17. maí sl., féll ungur mað- ur, Jónas Valdimarsson, út af bátnum »Ásgrimi« frá Bolungarvík og drukknaði hann; er hann hinn fimmtugasti í röð þeirra, sem í sjóinn hafa farið, síðan á nýjári. Lík Sigurðar Sigurðssonar, er drukkn- aði af »Skúla fógeta«, fannst rekið laug- ardaginn 13. maí, miðja vegu milli Grinda- víkur og Reykjaness. Likið var flutt hing- að til bæjarins og er hið fjórða, sem enn er fundið. Ársrit Fiskifélags íslands 1932. Fiskirannsóknir II. eftir mag. scient. Árna Friðriksson, er nýkomið út. Skuldlausum fiskifélagsdeildum, verð- ur sent ritið endurgjaldslaust, samkvæmt lögum Fiskifélagsins; einnig er það til sölu á skrifstofunni. Áskorun. E>eir>sem hafa b“- staðaskipti í vor, eru vinsamlega beðnir að tilkynna það á afgreiðslu Ægis, í Landsbankahúsinu, efstu hæð, herbergi nr. 7. ----------- cJlegir a monlhly review of the fisheries and fisli trade of Iceland. Published by: Fiski/élag íslands (The Fislieries Association of Iceland) Reykjavík. Resulls of the Icelandic Codfisheries from the beginning of iheyear 1933 loihe 15th of May, calculated in fully cured state: Large Cod 38 376, Small Cod 10.920, Haddock 129, Sailhe 270, total 49.695 tons. Ritstjóri: Sveinbjörn Egilson. Rikisprentsmiðjan Gutenberg.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.