Ægir - 01.06.1933, Síða 5
ÆGIR
147
færslu, er þess sérstaklega að gæta, að
hann brotni ekki eða óhreinkist, þegar
honum er helt af börum eða fleygt í
stakk. Stakkar eiga að vera hlaðnir þann-
ig upp, að þeir séu alltaf stærri ummáls
að ofan en neðan, svo segl eða aðrar
umbúðir liggi laus frá hnökkum nema á
stakkbrún. Breiðsla á sama fiski dag eft-
ir dag er árangurslaus og skemmir fiskinn.
Þegar fiskur er geymdur lengi, hvort
heldur er metinn eða ómetinn, laus eða
í pökkum, verður að búa vel um hann
með tvöföldum strigamottum eða segl-
um (undir seglum verður ávallt að hafa
striga eða mottur til að verja slaga). Á-
i'íðandi er að loftræsting sé góð í fislc-
geymsluhúsum. Nauðsynlegt er að hreyfa
fiskinn (umstakka) innan 3 vikna frá
því hann er fluttur í hús, en þar á eftir
niá líða lengra á milli þess, sem hann
er hreyfður. Við umstaflanir þornar fisk-
urinn og verður því að taka tillit til þess
við þurk, hvað hann á að geymast lengi.
Hættulegt er að taka heitan fisk úr
breiðslu í hús eða stakk þó úti sé, því
honum er hætt við að gulna.
Rétt sýnist okkur að brýna það fyrir
niönnum, að framvísa ekki til mats á
Rarcelonamarkað fisld, sem er alls ekki
hæfur fyrir þann markað.
Þunnur flskur, blæljótur, sprunginn og
allavega ófríður íiskur, á að tínast úr
(af verkstjóra eða eiganda) og þurkast
naeira fyrir aðra markaði, sem minna til-
lit taka til vörugæða.
Matið ætti líka að vanda svo, á fiski,
seni á að fara til Barcelona, að móttak-
endur geti treyst því og læri að treysta
Því, þó er það þungamiðjan — þrátt
fyrir allt mat og allar reglugerðir — að
hver einasti maður, sem að fiskfram-
leiðslu vinnur, vandi verk sitt eftir beztu
8etu, leiðbeini hver öðrum og þyggi leið-
beiningar hvaðan sem þær koma, taki
höndum saman og vinni að því að fá
Spánverja til aö viðurkenna íslenzka fisk-
inn beztan og þá getum við öruggir treyst
því, að þeir vilji ekki án hans vera.
Önnur íslenzk blöö eru beðin að birta þess-
ar leiðbeiningar.
Fundur Yfirfiskimatsmanna
hefur staðið yfir í Reykjavík undanfar-
andi.
Samkv. 2. gr. laga nr. 46, 1931,ergert
ráð fyrir að fundir þessir séu haldnir
árlega, og að fiskifulltrúi íslands á Spáni
og Ítalíu mæti á fundum þessum með
yfirfiskimatsmönnunum.
Síðasti fundur var haldinn 1931, enda
hefur fiskifulltrúinn ekki verið á lerð hér
heima síðan hann tók við starfi sínu
það ár.
Fundirnir voru haldnir á skrifstofu
Fiskifélagsins og mætti forseti félagsins
þar af hálfu rikisstjórnarinnar.
Á fundum þessum voru tekin fyrir
ýms mál, er snerta fiskimat og fiskverk-
un yfirleitt, enda var öllum fundar-
mönnum það fyllilega ljóst að við yrð-
um að leggja fram okkar ítrustu krafla,
ef við æltum að standast samkeppni þá,
sem nú er um fiskverzlunina á heims-
markaðinum, án þess að fara halloka
í þeirri samkeppni, en við verðum að
viðurkenna að á saltfisksverzluninni b}rgg-
ist að mestu leyti, fjárhagslegt sjálfstæði
okkar, þar sem um aðalútflutningsvör-
una er að ræða.
Þá var það fundarmönnum nokkurt á-
hyggjuefni, að breyttar aðstöður siðustu
ára, ásamt stöðugt auknum framleiðslu-
hraða, virðast hafa gengið út yfir vöru-
vöndunina, og var það því eitt af rann-
sóknarefnum fundarins að athuga, hvort
svo þyrfti að vera í raun og veru.