Ægir - 01.06.1933, Síða 19
ÆGIR
161
þess er gætt, að vertíð er nú drjúgum
lengri,
Beztur mun aflinn hlutfallslega á Fiat-
eyri. Þar hefur lengstum verið ágætisafli
i vetur. Aftur stendur Suðureyri í Súg-
andafirði mikið lægra nú en í fyrra. 1
Bolungavik er aflinn svipaður að tiltölu,
en þó nokkru lægri en í fyrravetur.
Hnífsdalur er hins vegar miklu lægri
í vetur.
I ísafjarðarkaupstað hefur að vísu
komið drjúgum meiri afli á land nú, en
bátar gengu þaðan talsvert fleiri í vetur
en árið áður. Togaraaflinn er og um
250 smál. meiri nú en þá. Aflafengur
einstakra báta er yfirleilt talsvert minni
nú, enda afar stormasamt eins og kunn-
ugt er. í febrúar og nokkuð fram í marz
var þó uppgripaafli hér á miðunum.
Togararnir á Patreksfirði hafa, eins og
tölurnar sýna, aflað ágællega.
Svipað má segja um línugufubátana
fi'á Þingeyri, en einn þeirra var um tima
tafinn frá veiðum vegna vélarbilunar.
Hjá Bíldudalsskipunum er ekki um heild-
arvetrarafla að ræða. Annað skipanna
var og ekki búið til veiða fyr en í marz.
Um aflaupphæð einstakra báta, er
mér ekki til hlýtar kunnugt. En ég hef
aflað mér upplýsinga um hæstu hluti
fiskimannanna á vetrarvertíðinni í ver-
stöðvunum hér nærlendis. Fiskverð var
nú almennt S’/a—9 aur. kg. af óflöttum
fiski og ósundurgreindum, og 15 — 16 aur.
kg. af saltfiski vegnum úr bát.
í byrjun apríl lækkaði blautfiskurinn í
7l/2 eyrir kg., og saltfiskurinn tilsvarandi.
1 fyrra vetur var blautfisksverðið alla
vertíðina 7 aura kg., en hækkaði um */*
eyrir á páskum.
Á FJateyri er Páll Kristjánsson hæst-
ur í vetur, hefur 916 kr. hlut. í fyrra
var mestur hlutur þeirra einungis 560
krónur.
Á Suðureyri hafa flestir eigi skipt enn
þá, 2 hafa verkað fisk sinn ogskiptavíst
eigi til fullnustu fyr en fiskurinn verður
seldur fullverkaður. Áf vélbátnum Freyju
hefur þó fiskurinu verið seldur úr salti,
og er þar um 500 króna hlutur. Hæstur
hlutur þar í fyrravetur var sagður 700
krónur.
í Bolungavík er nú langhlutarhæstur
Magnús Kristjánsson með 817 krónur. í
fyrra var mestur hlutur þar sagður tæp-
ar 700 kr.
í Hnifsdal hefur Benedikt R. Stein-
dórsson nú aðeins 660 kr. hlut, en í fyrra
hafði sami maður 950 kr. hlut.
1 ísafjarðarkaupstað hefur afla flestra
hinna stærri báta eigi verið skipt, og
verður ekki gerl að fullu, fyr en fiskur
þeirra hefur verið seldur fullverkaður til
útflutnings.
Vélbáturinn Percy, eigandi og skipstj.
Jón Bárðarson, lagði mestan hluta afla
síns á land syðra og seldi þar. Hann
fékk 800 króna hlut.
Af bátum þeim, sem seldu hér fisk
sinn blautann, mun Ásberg Bjarnason
á vélb. Hörpu, hlutarhæstur. Hann fékk
780 kr. hlut.
Auk ísafjarðarbátanna hafa þrír stórir
bátar frá Akureyri stundað héðan veið-
ar lengstum í vetur, þeir Höskuldur, Val-
ur og Sjöstjarnan, hinn síðasttaldi þó
ekki nema stuttan tíma, en hinir hafa
lagt upp og selt fisk sinn hér saltaðan
til þessa. Ennfremur hafa þrír smærri
bátar að norðan stundað héðan veiðar
að staöaldri og selt fisk sinn blautan,
þeir Kristinn, Kristján og Einar. Um hlut-
arupphæð báta þessara er mér ókunnugt.
Loks er Álftafjörður. Þar hefur Árni
Guðmundsson mestan hlut, 800 krónur.
1 fyrravetur var talinn hlutarhæztur
þar, Bjarni Hjaltason með rúmar 1000
krónur, en hann hefur saltað vetraiafla