Ægir - 01.11.1933, Qupperneq 3
ÆGIR
MÁNAÐARRIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS
26. árg.
Reykjavík. — Nóvember 1933.
Nr. 11.
Nafnabreytingar
á skipum.
1 9. tölubl. Ægis, er grein með þess-
ari fyrirsögn og er í henni, að vanda
höfundar, leitt athygli lesenda Ægis að
þvi, er betur mætti fara, en þar sem í
greininni er bendingtil þeirra sem nafna-
breytinga óska á skipum er getur vald-
ið nokkurum misskilningi, borið saman
við gildandi lög um þetta efni, þá vil
ég verða við ósk ritstjórans og i sem
fæstum orðum benda lesendum Ægis á
það, hvaða skyldur hvíla á þeim sem
skipseigendur eru, bæði hvað snertir
nafnabreytingu á .skipi, og flutning á
skráningu skips milli skráningarumdæma.
Ég vil þá byrja á því að lýsa því, að
samkvæmt núgildandi lögum, um skrán-
ingu skipa, er skipum og bátum skift í
þrjá flokka. Fyrst eru öll skip sem eru
30 rúmlestir og þar yfir, svo skip sem
eru með þilfari stafna á milli, upp að
30 rúmlestum, og svo opnir bátar, hvort
heldur þeir eru með vél eða vélarlausir.
Ég skal svolýsa kröfum þeim, sem gerð-
ar eru til þess, að skráning geti farið
fram á skipinu, án þess þó að skýra frá
skilyrðum þeim sem sett eru um heim-
ilis- og ríkisfang hér á landi, til þess að
geta verið eigandi skips, sem ætlað er
að hafa íslenzkan fána.
Fyrst ber að taka það fram, að öll skip
eru mælingarskyld, undanskilin eru frá
þessu ákvæði, opnir bátar sem ekki eru
skoðunarskyldir samkv. lögum nr. 58,
14. júní 1929.
Skjal það sem mælingamaðurinn gef-
ur út, að mælingu lokinni, er mœlingar-
sktrteini, ekki mælingarbréf, eins og mörg-
um verður á að halda.
Mælingarskírteinið á ávallt að fylgja
skráningarskjölum skipsins, er geymd
eru hjá hlutaðeigandi lögreglustjóra.
Nú skal ég taka eitt dæmi fyrir hvern
flokk, en geng út frá þvi, að skipið sé
mælt, og á réttan hátt.
1. dæmi: N. N. kaupir skip sem er
yfir 30 rúmlestir, frá ísafírði, en er sjálf-
ur búsettur í Reykjavík.
Nú má N. N. samkv. 2. málsgr, 6. gr.
1. nr. 37, 19. mai 1930, um skráningu
skipa, hafa þetta skip skrásett áfram á
Isafirði, vegna þess að það er yfir 30
rúmlestir, en þar sem eigandaskipti hef-
ur orðið að skipinu, og eigandinn er bú-
settur í öðru skráningarumdæmi, þá
verður hann að senda lögreglustjóra á
ísafirði sönnun fyrir þvi, að hann sé
orðinn löglegur eigandi að því.
N. N. verður því að senda lögreglu-
stjóra á lsafirði þessi skjöl:
1. Beiðni um skráningu skipsins.
2. Eignarheimild sína.
3. Þjóðernis- og eignaryfirlýsingu.
4. Mælingarskírteini (sjé skipið ómælt).
Éegar þessi skjöl eru komin í hendur
lögreglustjóra og fullnægjandi talin, skrá-
ir hann skipið, en sendir skipaskráning-
arstofu ríkisins öll skjölin til endurskoð-