Ægir - 01.11.1933, Síða 13
ÆGIR
263
Kaupm. Jónatan Þorsteinsson.
Hinn 1. nóvember s. ]., vildi það sorg-
lega slys til inn í Sogum (fyrir innan
Reykjavík), að Jónatan varð fyrirbifreið
og dó af áverkum, er hann fékk, daginn
eftir. Hann var viðurkenndur dugnaðar-
maður og vinsæll mjög.
Fundargerð
Fjórðungsþings fiskideilda
Vestfirðinga.
Hinn 28. dag októbermánaðar 1933,
var hið 12. fjórðungsþing fiskideilda Vest-
firðinga sett í kaffihúsinu Hekla á ísa-
firði, af forseta fjórðungsins Arngrími Fr.
Bjarnasyni.
Þessir fulltrúar voru mættir á þinginu :
Fyrir fiskideild ísafjarðar, Haraldur
Guðmundsson, skipstjóri og Jón Krist-
jánsson, skipstjóri.
Fyrir fiskideild Bolungavíkur, Helgi
Einarsson, formaður.
Fyrir fiskifélag Súgfirðinga, Friðbert
Guðmundsson, hreppstjóri.
Fyrir fiskideildina »Hvöt« á Flateyri,
Finnur Guðmundsson, skipstjóri.
Fyrir fiskideild Dýrafjarðar, Arngr. Fr.
Bjarnason, ritstjóri.
Fyrir fiskideildina Framtiðin á Bddu-
dal, Jón Jóhannsson, skipstjóri.
Fyrir fiskideildina Hvöt í Tálknafirði,
Albert Guðmundsson, verzlunarm.
Fyrir fiskideildina Víkingur, Kristján
Jónsson, erindreki.
Eftir að dagskrárnefnd hafði verið kosin,
skiptu fulltrúar sér í eftirtaldar deildir:
1. fjárhagsnefnd, Friðbert Guðmunds-
son, Arngr. Fr. Bjarnason og Kristján
Jónsson.
2. allherjarnefnd, Jón Jóhannsson, Jón
Kristjánsson og Helgi Einarsson.
3. vilamálanefnd, Haraldur Guðmunds-
son, Finnur Guðmundsson og Albert
Guðmundsson.
Til fjárhagsnefndar var visað þessum
málum: 1. veðurfregnir. 2. ný sildar-
verksmiðja. 3. fisksölumál. 4. fjárhags-
áætlun fjórðungsins.
Til allsherjarnefndar var vísað þessum
málum: 1. breyting á lögum við atvinnu
við siglingar. 2. dragnótaveiðar. 3. norsku
samningarnir. 4. rekstrarlán fyrir báta-
útveginn.
Til vitamálanefndar var visað þessum
málum: 1. vitamál. 2. talstöðvar. 3.verð-
lag á útgerðarvörum. 4. erindi séra Sig-
urðar Gislasonar um minnismerki sjó-
manna.
1 öðrum málum voru tillögur gerðar
án nefnda. Til að endurskoða reikninga
fjórðungsins voru kosnir: Albert Guð-
mundsson og Friðbert Guðmundsson.
Á þinginu voru þessi mál tekin fyrir
og eftirfarandi tillögur samþykktar:
1. Björgunarskip Jyrir Vesifjörðum.
(Tillaga frá Arngr. Fr. Bjarnasyni):
»Fjórðungsþingið telur nauðsynlegt,
sökum mikillar sjósóknar hér á Vest-
fjörðum á hættumesta tima ársins, að
björgunarskip, er stöðugt fylgi fiskiflot-
anum, starfi fyrir Vestfjörðum. Til þess
að ná þessu marki, sýnist fjórðungs-
þinginu sjálfsagt að stefna að því, að
Vestfirðingar eignist eigið björgunarskip
og skorar því á fiskideildir fjórðungsins
i samvinnu við slysavarnasveitir á þess-
um slóðuin og sjómenn almennt, að hefja
fjársöfnun í þessu skyni«. Samþ. í e. hlj.
2. Landlielgisgœzla. (Tillaga frá Jóni
Jóhannssyni):
»Fjórðungsþingið skorar á stjórn Fiski-