Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1933, Blaðsíða 16

Ægir - 01.11.1933, Blaðsíða 16
266 ÆGIR fjarðar veldur því, að veiðar hafa nú undanfarið lítt verið stundaðar þar, nema af togurum Kveldúlfs. Við leggjum því til að væntanleg sild- arverksmiðja verði reist í Djúpuvik við Reykjafjörð. Þar er mjög góð aðstaða; örugg höfn, aðdýpi, vatnsafl mikið og nærtækt. Einnig allmikil mannvirki frá stríðsárunum, svo sem sildverkunarplan og fleira. Við hefðum að vísu frekar kosið að benda á Skagaströnd i þessu skyni, sem liggur ágætlega við samgöngum bæði á sjó og landi, og jafnnærri sildarmiðun- um. En vegna þess að þar er hafnleysa, eða þvi sem næst. enn sem komið er, og alls óvíst hvenær hafnargerð sú, sem lögum samkvæmt er ákveðin þar, muni framkvæmd, en mál þetta þolir hinsveg- ar enga bið, teljum við ekki fært að setja síldarverksmiðjuna þar nú þegar. 14. Verðlag á útgerðarvörum. (Nefndar- tillaga). »Fjórðungsþingið skorar á stjórn Fiski- félagsins að birta í tímariti félagsins, skýrslu með samanburði á verðlagi á útgerðarvörum hér og í Noregi og öðr- um nágrannalöndum, svo sem olíu, kol- um, salti, benzíni og veiðarfærum«. 15. Lágmarlcsverð á síld. (Tillaga frá Jóni Kristjánsssyni). »Fjórðungsþingið skorar á Alþingi að setja lög um lágmarksverð á nýveiddri sild til söltunar. Ennfremur skorar fjórð- ungsþingið á stéttarfélög sjómanna, að veita þessu máli fullt fylgi*. 16. Námskeið. (Tillaga frá Arng. Fr. Bjarnasyni). »Fjórðungsþingið beinir því til Fiski- félagsins að veita nokkuru fé af fjárhæð þeirri, sem ætluð er til námskeiða, til nauðsynlegrar kennslu fyrir sjómenn, er stunda atvinnu á smærri bátum, allt að 12 smálestum«. 17. Lagabreytingar. (Tillaga frá Arngr. Fr. Bjarnasyni). »Fjórðungsþingið endurtekur fyrri á- skoranir sinar um breytingar á lögum Fiskifélagsins, í svipaða átt og frumvarp milliþinganefndar Fiskiþingsins ræðir um í máli þessu, og skorar á fulltrúa sína á Fiskiþinginu að fylgja þessu máli fast fram«. 18. Slysatryggingar. (Till. frá K. Jónss.). »Fjórðungsþingið itrekar tillögu frá síð- asta þingi, um að ríkissjóður greiði 8/i» iðgjaldsins á öllum fiskibátum landsins, allt að 12 smálestum, (í stað þess sem ríkissjóður greiðir nú téðan iðgjaldshluta fyrir báta að 5 lestum)«. 19. Fisksalan. (Nefndartill). a. »Fjórðungsþingið telur það til mik- illa bóta, að skipulag sé á sölu saltfiskj- arins líkt og nú er. En telur jafnframt sjálfsagt, að fiskeigendum sé gerður auð- veldur kostur á að fylgjast sem allra bezt með um allan rekstur og afkomu samlagsins, svo sem með glöggum og greiðum reikningsskilum, og upplýsing- um um markaðsborfur. Fjórðungsþingið telur sjálfsagt, að fjórðungssölusamlögin hafi ihlutunarrétt um aðalstjórn sam- lagsins eftir þeim reglum sem settar kynnu að verða. b. Fjórðungsþingið vek- ur athygli allra hlutaðeiganda á því, að vestfirzkur fiskur nýtur ekki lengur þess góða álits, sem hann hafði, og skorar á alla aðila að sameinast um bætta verk- un fiskjar, svo að fiskurinn geti náð aft- ur áliti sínu, og þar af leiðandi orðið verðmætari vara. c. Fjórðungsþingið tel- ur sjálfsagt, að fiskimenn og smærri út- gerðarmenn selji fisk sinn fullverkaðan og njóti stuðnings lánsstofnananna til að halda í afla sinn. þar til hann er seldur til útflutnings«. Sérstök tillaga: Löggilding síldarmála. »Fjórðungsþingið skorar á Alþingi, að

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.