Ægir - 01.11.1933, Qupperneq 17
ÆGIR
267
setja lagaákvæði um löggildingu á mál-
um við sölu á síld til söltunar, þar sem
mál á saltaðri sild er ærið misjafnt hjá
síldarkaupendum og misnotað af sum-
um þeirra«.
20. Forseti las upp beiðni frá Tómasi
Sigurðssyni hreppstjóra, um þóknun fyr-
ir útirafljós, sem hann lætur loga á heim-
ili sínu og hann telur sjófarendum mjög
kær komið. Einnig las hann upp beiðni
frá fiskideildinni í Súgandafirði um 200
kr. styrk til sundnámsskeiðs fyrir sjó-
menn í sundlauginni í Súgandafirði.
21. Fjárhagsáœtlun fjórðungsins frá 1.
nóv. 1933 til 31. okt. 1934.
T e k j u r:
Eftirstöðvar frá fyrra ári . . kr. 82 06
Tillag frá Fiskifél Islands — 1000 00
kr. 1082 06
G j ö 1 d:
Til sundnámskeiðs sjómanna
i Súgandafirði..............kr. 250 00
Fjórðungsþingskostnaður 1933 — 350 00
óviss útgjöld...............— 482 06
kr. 1082 06
Af óvissum útgjöldum greiðist allt að
200 kr. fyrir sendingu veðurfregna þeg-
ar skilríki eru fyrir hendi um að starf
þetta verði rækt. Ennfremur heimilast
stjórninni að þóknazt Tómasi Sigurðs-
syni á Sandeyri í eitt skifti fyrir öll, fyr-
ir útirafljós, ef skilríki eru fyiir þvi, að
það gagni sjófarendum um Isafjarðar-
djúp. Sé þóknunin 40—50 kr. Styrkurtil
sundnámskeiðs í Súgandafirði er bund-
inn þvi skilyrði, að minnst 20 sjómenn
njóti þar kennslu.
22. Fiskimat. Árna Gíslasyni yfirfiski-
matsm. var boðið á fundinn, til þáttöku í
umræðum um málið og var rætt á víð og
dreif um fiskimatið og meðferð fiskjar í
fjórðungnum. Engin ályktun var gerð í
málinu.
23. Formaður fiskideildar ísafjarðar,
Eiríkur Einarsson, bað um leyfi þings-
ins, er var veitt í einu hljóði, um að
mega ræða um nokkra agnúa á siglinga-
lögunum, og ræddi einkum um réttleysi
skipverja á bátum frá 6—12 lesta. Ósk-
aði hann, að fulltrúar ræddu þetta mál,
hver i sinni deild, og var síðan sam-
þykkt að vísa málinu til deildanna.
24. Kosning fiskiþingsfulltrúa.
Aðalfulltrúar kosnir Jón Jóhannsson
með 8 atkv. og Finnur Jónsson með 5
atkvæðum. Varafulltrúar Arngrímur Fr.
Bjarnason með 9 atkv. og Kristján Jóns-
son með 6 atkv.
25. Kosning fjórdungssijórnar.
Forseti var kosinn Arngrímur Fr.
Bjarnason með 6 atkv., varaforseti Har-
aldur Guðmundsson með hlutkesti. Rit-
ari var kosinn Kristján Jónsson með 5
alkv. og vararitari Jón Kristjánsson með
4 atkvæðum.
26. Samþykkt að næsta fjórðungsþing
verði haldið á ísafirði. Var fjórðungs-
þinginu slitið mánudaginn 30. október
kl. 10 síðdegis.
ísafiröi 6. nóvember 1933.
Arngr. Fr. Bjarnason. Kristján Jónsson,
frá Garðsstöðum.
Bátur ferst.
Þann 18. okt. s. 1. reri formaður Krist-
ján Jónsson frá Bjarnareyjum á trillu-
hát sínum til fiskjar, í sæmilegu veðri.
Með honum voru á bátnum 2 bræður
hétu þeir Jón Guðmundsson frá Bjarn-
areyjum og Einar Guðmundsson frá Á á
Skarðsströnd.
Báturinn kom ekki fram á þeim tíma