Ægir - 01.11.1933, Qupperneq 21
ÆGIR
271
innsiglingavíta og dagmarki við Kross-
vík á Akranesi.
21. Út af erindi 18 skipstjóra á Akra-
nesi út af vítanum á Suðurflös, þar sem
þeir telja hann algerlega ófullnægjandi:
1. vegna oflítils ljósmagns.
2. vegna þess að hann liggur oflengi
niðri.
3. vegna þess að hann er of lágur
(sjávarhæð of lítil), óskar fjórðungs-
þingið þess eindregið að vitamálastjóri
taki til athugunar hér greind vankvæði
og ráði bót á þeim sem allra fyrst, á
þann hátt sem tiltækilegast reynist.
22. Fjórðungsþingið skorar á Alþingi
og ríkisstjórnina að hefjast handa um
byggingu nýrrar síldarbræðslu sem allra
fyrst og telur, að hún sé að ýmsu leyli
bezt sett á Skagaströnd.
23. Fjárhagsáætlun fjórðungsþ. Sunn-
lendingafjórðungs. 1934.
T e k j u r:
1 sjóði frá fyrra ári . . . kr. 2624 76
Tillög frá Fiskifélaginu . . — 1000 00
Samtals kr. 3624 76
Gjöld:
Kostn. við fjórðungsþing 1933 kr. 150 00
Styrkir samkv. samþ. þessa
fjórðungsþings .... — 200000
Til ferðakostnaðar vegna út-
breiðslu ef með þarf . . — 300 00
Til ráðstöfunar næsta fj.þ. . — 1124 76
Öviss útgjöld.............— 50 00
Samtals kr. 3624 76
24. Kosning tveggja fulltrúa á Fiski-
þing til næstu 4 ára og tveggja vara-
manna.
Aðalfulltrúar:
Ólafur B. Björnsson, Akranesi.
Bjarni Eggertsson, Eyrarbakka.
Til vara:
Kristmann Tómasson, Akranesi.
Guðm. Jónsson, Eyrarbakka.
25. Næsti þingstaður var ákveðinn
Eyrarbakki.
Að lokum ávarpaði forsetinn fulltrú-
ana. Úakkaði þeim góða samvinnu, árn-
aði þeim heilla og sagðist vona að í störf-
um þingsins fælust ýmsar góðar bend-
ingar um málefni útvegsins, og, að það
væri trú sín, að í þessum störfum ætti
að geta falist hvöt til fiskideilda, um
meira og gagnkvæmara starf.
Þá var þinginu slitið.
Ólafur B. Björnsson. Bjarni Eggertsson.
Björgun.
Niðurl.
Eftir að ég var búinn að koma kaðl-
inum til Guðlaugs, fór ég fram að há-
seta og kyndaraldefunum til að reka á
eftir, þeim sem þar voru, að komast á
land. Sumir af mönnunum voru búnir
að láta föt sín o. fl. í poka sína og komu
þeim aftur eftir þilfarinu og var 2 eða
3 rennt niður af skipinu. Aðrir hugsuðu
ekkert um að bjarga dóti sínu, sem þó
hefði verið hægt.
Þegar hér var komið, ruddust kynd-
arar og hásetar með mesta flýtiaðborð-
stokknum og renndu sér hver af öðrum
á kaðlinum niður af skipinu og í sömu
andránni komu stýrimenn og vélamenn
einnig og höfðu sumir með sér eitthvað
af plöggum sínum, en aðrir ekkert.
Þetta tók nú alltsaman talsverðan tíma,
svo að þegar allir skipsmenn voru komn-
ir niður á klettinn og sumir á leið til
lands, upp að vitanum, sagði Guðlaugur
mér, að nú skyldi ég flýta mér, því farið
væri að falla að, enda varð ég var við