Ægir - 01.11.1933, Síða 23
ÆGIR
273
snerti orsökina til þess, að skipið strand-
aði, og frá því skýrt hér í stórum dráttum.
— Skipið var fermt kolum, timbri o. fl.
vörutegundum, sem fara áttu til Frið-
riksens kaupmanns í Reykjavík, og að
mig minnir eitthvað af farminum til
Björns sál. Guðmundssonar (múrara)
timburkaupmannsí Reykjavík. »Skandia«
var stórt skip, orðið nokkuð gamalt
og var norskt. Á leið frá útlöndum til
íslands, hafði skipið hrept illveður og
sérstaklega eftir að það kom upp að
suðurströnd Islands. — Ýmislegt hafði
skemmst ofan þilfars, og síðast kom leki
að skipinu, en dælurnar urðu í ólagi,
síðustu dagana áður en skipið strandaði.
Skipshöfnin var að fram komin af þreytu
og vosbúð. Hásetar og aðrir skipsmenn
höfðu að síðustu vakað í samfleytt 70
klukkustundir, og stundum staðið í austri
margar stundir í senn. Að síðustu bilaði
stýrið, og var þá skipið statt einhvers-
staðar milli Reykjaness og Garðskaga,
nóttina áður en það strandaði. Svo vildi
einnig til að blind-él gerði, þegar skipið
var rétt fyrir sunnan Fiösina, og mun
það þess vegna, meðal annars, hafa bor-
ist stjórnlaust á Fiasar-hausinn.
Þegar skipstjórinn, sem hét Gunder-
sen, var búinn að skýra frá þessu, skild-
um við að eðlilegt var að mennirnir voru
orðnir kaldir fyrir hættunum og þráðu
svefn og hvíld. Ég yfirgaf strandmenn-
ina og ísak sál. vitavörð um kl. 2—3
um nóttina og hafði ég þá fengið góða
hressingu hjá ísak, en ekki skal getið
hver sú hressing var sem hitaði mér
bezl eftir allt volkið. Ég iofaði að koma
að vitanum aftur næsta dag snemma.
Þegar ég fór heim var veðrið mikið far-
ið að batna, lítill vindur og að mestu
heiðríkt loft, en brim var mikið. Um
nóttina eða seint um kvöidið hafði fregn-
in um strandið borist víða um Garðinn, þó
fáir kæmu á vettvang um kvöldið. Morg-
uninn eftir að skipið strandaði, fór ég
snemma, um kl. 6—7 aftur að vitanum,
svo var heimili vitavarðar æfinlega kall-
að. Skipstjóri og skipsmenn voru að
klæðast og fylgdust þeir allir með okkur
Isak vitaverði niður að vitabyggingunni,
sem stendur við efri enda (rætur) Flas-
arinnar. Þegar þangað kom, voru þar
nokkrir menn, flestir úr Útgarði ogbiðu
eftir okkur. Var nú að byrja að birta og
hásjávað, en farið þó að falla út. Þegar
við komum niður í fjöruna fyrir neðan
vilann, var hún þakin af allskonartimbri
og fleiru úr skipinu. Þetta benti til þess,
að það væri mikið brotið. En undrun
okkar varð ekki litil, þegar við litum til
Fiasarhaussins, þar var ekkert skip að
sjá. Þetta undruðust menn, því veðrið
hafði farið batnandi um nóttina og brim-
ið heldur minna en um kvöldið, svo ó-
líklegt var að skipið hefði farið í spón
af völdum sjávarins yfir nóttina.
Héldu nú flestir af mönnum þeim er
á strandstaðinn voru komnir, fram Flös-
ina. Þegar fram að Steinbítaklettum kom
lá þar stórt flak af skipinu, eða mest
allur miðpartur þess, en reykháfurinn
þó brotinn af.
1 lóni fannst líkið af brytanum og var
það lítið skaddað, en blóð hafði runn-
ið úr höfðinu og héldu menn nú tvisýnt
um hvort hann hefði verið örendur um
kvöldið áður en skipið var yfirgefið, eins
og skipstjórinn hélt fram. Til þess að
orðlengja ekki þessa frásögn meir en
þörf er á, skal þess getið i fám orðum,
að skipið hafði brotnað í fjóra stóra
parta og eins og sagt hefur verið, hafði
miðpartur þess flutzt langt upp Flös, að
minnsta kosti 2—300 faðma upp fyrir
klettana sem skipið stóð á.
Þetta var öllum ráðgáta, þar til skip-
stjóri skýrði frá, að í skipinu hefðu verið