Ægir

Årgang

Ægir - 01.12.1933, Side 12

Ægir - 01.12.1933, Side 12
286 ÆGIR toll í Póllandi, seinast bréf héðan, dags. 8. f. m., skal Fiskiíélagi Islands tjáð, að pólska stjórnin hefur nú ákveðið að leyfa innflutning á ótakmörkuðu magni af islenzkri síld af framleiðslu þessa árs, gegn lægsta innflutningstolli, sem er nú 10 zloti pr. tunnu. 9. des. 1933. FundargerÖ fjórðungsþings fiskideilda Norðlendingafjórðungs 1933. Þingið var sett á Akureyri þann 22. nóvember, af forseta Guðmundi Péturs- syni. Þingið byrjaði kl. 10 f. h. Fundur- inn hafði verið löglega boðaður í dag- blöðunum á Akureyri. Á þinginu voru mættir þessir fulltrúar: Fyrir Akureyrardeild, Steindór Hjaltalín. — Grenivikurdeild, Þorst. Stefánsson. — Raufarhafnardeild,Guðm. Pétursson. — Fiateyjardeild, Jónas Jónasson. — Hríseyjardeild, Páll Bergsson. — Húsavíkurdeild, Guðm. Jónsson. — ólafsfjarðardeild, Páll Halldórsson. Þessir fulltrúar voru mætlir kl. 10. Síðar kl. 5 mætti: Fyrir Grímseyjardeild, Sigurjón Jónasson. 23. nóvbr. mættu eftirtaldir fulltrúar: Fyrir Árskógsdeild, Sigurvin Edilonsson. — Skagastr.deild, Jóhannes Jónasson. — Dalvíkurdeild, Loftur Jónsson. Alls 11 fulltrúar. 1. Þá var tilnefndur af forseta, ritari þingsins Páll Bergsson, og til vara Jón- as Jónasson. 2. Pá var kosin kjörbréfanefnd: Páll Halldórsson, Steindór Hjaltalín og Þor- steinn Stefánsson. Þessi nefnd lýsti því yfir, að hin framkomnu kjörbréf væru gild. Þingið samþykkti kosninguna. 3. Pá var kosin dagskrárnefnd: Jónas Jónasson, Steindór Hjaltalín, Guðmund- ur Pétursson. Eftir að nefnd þessi hafði starfað, lagði hán fram svo hljóðandi dagskrá: 1. Fisksölusambandið. 2. Síldarsamlag. 3. Síldarbræðsla á Norðurlandi. 4. Síld- arverksmiðjan á Raufarhöfn. 5. Síldar- mat. 6. Síldargeymsla. 7. Tollur á síld og fiskafurðum. 8. Skýrsla erindrekans. 9. Norsku samningarnir. 10. Slysatrygg- ingar. 11. Mat á þurum beinum. 12. Reikn- ingar fjórðungssambandsins fyrir 1932. 13. Samgöngumál. 14. Skipaskoðunar- menn í Ólafsfirði. 15. Fjárstyrkur. til fjórðungssambandsins. 16. Fjárbeiðnir og styrkveitingar. 17. Fulltrúafundur fyrir norðlenzka útgerðarmenn og sjómenn. 18. Veðurathuganir. 19. Önnur mál er upp kunna að vera borin. 20. Kosnir 2 fulltrúar á fiskiþing til næstu 4 ára og 2 varafulltrúar. 21. Kosin stjórn fyrir fjórðungssambandið. 28. Ákveðinn næsti samkomustaður fyrir fjórðungsþingið. 4. Þá var tekið fyrir Fisksölusamlagið með tilliti til ýmislegra endurbóta á því sem taldar eru nauðsynlegar. Málshefj- andi var Páll Halldórsson. Eftir nokkr- ar umræður var samþykkt að kjósa nefnd í málið til að gera tillögur um það. Þessir hlutu kosningu: Páll Halldórs- son, Jónas Jónasson og Steind. Hjaltalín. 5. Síldarsölumál. Málshefjandi Steindór Hj.altalín. Eftir nokkrar umræður var kosin 3 manna nefnd í málið. Kosningu hlutu Steindór Hjalfalín, Guðmundur Pélursson og Þorsteinn Stefánsson. 6. Síldarverksmiðja á Norðurlandi. Málshefjandi Guðm. Pétursson. í það mál var kosin nefnd og hlutu kosningu: Guðm. Pétursson, Páll Bergsson og Þorsteinn Stefánsson. 7. Síldarverksmiðjan á Raufarhöfn. Málshefjandi Guðmundur Pétursson. Eft*

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.