Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1934, Blaðsíða 3

Ægir - 01.05.1934, Blaðsíða 3
ÆGIR MÁNAÐARRIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS 27- árg. Reykjavík. — Maí 1934. Nr. 5. Um hirðingu og verkun fiskúrgangs (skreiö). Reglur gefnar af Félagi íslenzkra Fiskimjöls-framleiðenda. Samkvæmt reynzlu þeirri, sem við höfum fengið undanfarin ár um hirðingu fiskhausa og hryggja til fiskimjölsvinnslu, leyfum við okkur hér með að gefa yður nokkrar uppiýsingar og ráðleggingar þar að lútandi: 1. Kippun hausa: Það er áríðandi að hausarnir séu kippaðir sem allra fyrst eftir að fiskaðgerð er lokið, og hengdir á þurkgrindur, eða breiddir á þurk- völl. Þeir þola ekki að liggja í kös nema fáa klukkutíma, ef hlýlt er í veðri. Rotnunin byrjar strax, og við rotnunina eyðileggst þýðingarmesta efnið, sem á að vera í fiskimjöli: eggjahvituefnið. Úr úldnum hausum fæst aðeins verðlágt mjöl. Þeir eru því ekki kaupandi fullu verði og borga oft ekki vinnuna. Iíippur eiga ekki að vera lengri en l*/2 m. 2. Hreinlæti: Allir sem með hausana fara þurfa að gæta fyllsta hreinlætis í meðferð þeirra. Skulu þeir aldrei látnir á annað en hreint gólf, aðgerð- arpall, reit eða fjöru. Það verður sem sé að varast að óhreinka hausana svo, að nauðsyn sé að þvo þá upp, því að við þvottinn tapast hið fíngerða slim, sem situr utan á þeim, en í slími þessu er einmitt mikið af eggja- hvítuefni, sem ekki má glatast. Varast skal að láta hausana liggja í sjó, því þá taka þeir í sig salt, þorna seint og missa af sér allt slim. 3. Þurkgrindur: Reynslan hefur sann- að, að bezta aðferðin við verkun skreiðarinnar, er að hengja blautu hausana strax á þurkgrindur (bjalla), er þeir hafa verið kippaðir. Þegar hausarnir eru orðnir ca. 2/s þurrir er bezt að taka þá af grindunum og »garða« þá, þ. e. hlaða þeim í mjóa hlaða eða garða 1 lil 1J/4 nietra á þykkt og 5—10 metra á lengd og skal hlaða á þá ris. Við þetta sparast mikið pláss. Garðar liggi þvers við stormátt. Ef rýma þarf til á þurkgrindunum áður en 2/a þurki er náð, má, þegar hausarnir eru orðnir hálf-þurrir »ása« þá, þ. e. leggja kippurnar í garða ofan á ása, sem eru nokkuð frá jörðu í annan eða báða enda og þorna þeir þá fljótt. Með þvi að þurka þannig sparast J/4—J/2 tonn af hráefni í hvert þurt tonn, á móts við það, að verkað sé á jörð. Er því auðsætt, að þurkgrind- urnar borga sig fljótt í betri útkomu. 4. Þurkun hausa á jörð: Ef hausarnir eru breiddir út, verður vandlega að gæta þess að hvorki mold eða sandur komist í þá og ekki má heldur nota þurkvöll, sem liggur svo lágt, að vatn geti staðið á þeim. Ennfremur verð-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.