Ægir - 01.05.1934, Side 9
ÆGIR
115
Eg tek það fram, að grein þessa ber
ekki að skoða sem svargrein hr. kennara
Jens Hermannssonar, sem birtist um leið
og þessi á öðrum stað hér í blaðinu,
enda þótt að henni kunni að verða vikið,
og þá einnig annari grein, eftir sama
höfund, i 2. tölubl. Ægis þ. á. Mér tekur
það nærri, að einnig þeir menn, sem ég
hef alið aldur með á fyrri árum, og ber
virðingu fyrir vegna dugnaðar og framsýni,
skuli nú einnig bera vopn á dragnótina,
í stað þess að syngja hana velkomna
»yfir Islands sæ«.
ísland er og hefur allt af verið fiski-
veiðaland. »Upp úr risin Ægi bláum,
ertu kæra fósturgrund«, á sér dýpri og
auðugri merkingu en það eitt, hvernig
ísland varð til, jarðfræðilega séð. íslenzka
þjóðin, frelsi hennar og sjálfstæði, heilsa
hennar og líf, er í orðsins fyllstu merk-
ingu »upp úr risið Ægi bláum«. Hvað
sem bezt verður sagt um kjötið, mjólk-
ina og grasið græna, þá mun það þó
gilda framvegis eins og hingað til, að
saga fiskveiðanna er saga vor. Hafið,
sem verndað hefur sjálfstæði og frelsi
hundrað þúsund mannsbarna, girt landið
grænu vigi til norðurs, suðurs, austurs
og vestur, hefur verið forðabúr þjóðar-
innar, frá því að Ingólfur nam hér land
til þessarar stundar. Eins og ýmist hrynj-
andi eða hækkandi tónar í örlagaþrung-
inni tónsmíð, hefur atorkan og afkoman
á sjónum bergmálað í ýmist hrörnandi
eða batnandi hag þjóðarinnar. Og svo
er þetta enn í dag. Til þess að sannfær-
ast um það, þurfum við aðeins að líta í
einhverja af þeim mörgu opinberu skýrsl-
um, sem gefnar eru út, og um hag lands-
ins til fjalla. Desember-hefti Ægis 1933
liggur fyrir framan mig á borðinu. Þar
eru tölur, sem sýna verðmæti allra
þeirra íslenzku afurða, sem fluttar voru
út í jan,—nóv. 1933. Sjávarafurðirnar
nema:
39.878.420 kr. eða 91.75°/°, en landa-afurðirnar:
3.290.520 — — 8.25 °/o.
Bregtingar. Nú eru að verða breyt-
ingar í heiminum, sem gera það vafa-
samt, hvort Island megi njóta framfara
vegna athafna þjóðarinnar á sjónum, ef
allt er látið sækja í sama horf og hingað
til, og engu breytt til batnaðar. Það er
kunnugra en frá þurfi að segja, hvernig
þjóðirnar keppast við að byggja um sig
rammeflda múra, tolla, banna, hafta og
skilyrða, til þess að enginn óverðugur,
enginn, sem ekki hefur auðsæ hlunnindi
að bjóða, skuli þrengja markaðinn með
afurðum sínum, og ganga með fé i vös-
um út úr landinu. Þetta kemur jafnvel
harðar niður á okkur Islendingum en
nokkrum öðrum, vegna þess, að tak-
mörk þau, sem sett eru innflutningi okk-
ar til annara landa, eru miðuð við magn
en ekki við verðmœti. Þvi svo er mál
með vexti, að engin þjóð i heiminum
framleiðir og selur þvílík ósköp af fiski
eins og einmitt við, miðað við mann-
fjölda, en þvi miður af verðlitlum fiski.
Nú er við því búið, að magn það, sem
við getum sett á markaðinn verði að
minnka að mun, vegna þeirra hafta, sem
okkur eru bundin, og því er það lifs-
skilyrði, að þeim mun meira fáist fyrir
hvert kiló, sem út er flutt. Eins og nú
standa sakir er lif okkar undir því komið,
að við getum selt liálfa fjórðu smálest
af fiski á hverju ári, að meðaltali á hvert
einasta mannsbarn á landinu, allir sjá
hvað völtum fæti slíkt stendur til fram-
búðar, og þó er eins og bimin og jörð
taki saman höndum gegn því, að nokkru
megi þoka til umbóta.
Við íslendingar erum í flestu tilliti
smælingjar, í samanburði við aðrar þjóðir,