Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1934, Síða 15

Ægir - 01.05.1934, Síða 15
ÆGIR 121 Skýrsla nr. 1, 1934 til Fiskifélags Islands frá erindrekan um í Norðlendingafjórðungi. Fyrsti ársfjórðungurinn hefur verið viðburðalítill, eins og vant er, að þvi er sjávarútgerðina snertir hér norðanlands. — Veður hafa verið mjög óstillt og um- hleypingasöm og gæftir þess vegna afar stopular, enda kom og enginn fiskur hér á land frá ársbyrjun og til miðs Marz- mánaðar. Allur afli í salt hér í fjórð- ungnum nam 31. Marz 118,720 kg. miðað við verkaðan fisk. Er þessi afli eingöngu frá verstöðvunum við Eyjafjörð og Siglu- firði. Síðan hefur dregið nokkuð úr þessum aflareitingi, enda lengst af verið fremur óstillt. Útlit er fyrir, að bátaútgerðin verði ekki minni nú en síðasta ár, einkum fjölgar trillubátum nokkuð, en tala stærri bátanna mun að mestu standa í stað. Mér er ekki kunnugt um, að neinir slíkir bátar hafi verið byggðir í vetur, en einn vélbátur hefur verið keyptur til Siglufjarðar frá Danmörku, og er hann þegar kominn hingað. — Báturinn heitir »Brynja<f, er byggður úr eik og sagður að vera 17,5 smálestir með 50—60 ha. Tuxhamvél. Eigendur eru Björn Pálsson, útgerðarmaður o. fl. — Er báturinn talinn að vera hinn myndarlegasli eftir stærð. Smásildar-reitingur hefur verið hér inni á Eyjafirði allt af öðru hvoru í vetur og nokkur fiskafli annað veifið, er selst hefur til matar jafnóðum. Almennur útgerðarmanna-fundur var haldinn hér á Akureyri í Febrúar s. 1., samkvæmt almennum óskum manna i veiðistöðvunum. Fundinn sóttu kosnir fulltrúar frá flestum veiðistöðvunum og voru þar rædd ýms mál, er útgerðina varða. — Þessir fundir þykja hafa borið góðan árangur að undanförnu og vænt- anlega gerir þessi fundur einnig nokkurt gagn. Annars hefur Fiskifélaginu verið send útskrift af fundargerðinni og get ég því sleppt að fara nánar út í það hér. hygg óhætt sé að fullyrða, að mikill meiri hluti smærri og stærri út- gerðarmanna norðanlands sé ráðnir í að selja fiskframleiðslu sína fyrir milligöngu Fisksölusamlagsins, og er það vel farið. En þetta er ekki nóg, enginn fiskur ætti að vera seldur utan Samlagsins. Að því marki verður að keppa. Menn eru talsvert kvíðafullir út af þeim hömlum, er Spánverjar o. fl. þjóðir hafa lagt á fiskinnflutning til þeirra, en vona hinsvegar, að sendimönnum ríkis- ins takist að fá einhverja bót ráðna á þessum ákvörðunum, að því er Island snertir, einkum á Spáni. Heppnist þetta ekki, virðist mér útlitið vera skuggalegra nú, en nokkurn tíma áður, meðan við erum tilneyddir að flytja mest af fiski okkar út í söltuðu ásigkomulagi. Slysavarnamálunum miðar hér áfram jafnt og þétt, þótt áhuginn sé ekki alls- staðar jafn sterkur. — Enginn efi er á því, að almennur áhugi er vaknaður fyrir því, að koma hér upp björgunar- skútu, er fylgi veiðiflotanum eftir á miðin. — Hafa ólafsfirðingar t. d. ákveðið, að leggja allan afla úr róðri eins ákveðins dags í sumar til fyrirtækisins. Sýna þeir með þessu, enn sem fyrri, áhuga sinn og framtakssemi um sjávarúlvegsmálin. Pá er að komast skriður á hafnabóta- mál Dalvikinga. Er þar nýlega kosin hafnarnefnd, er starfar að undirbúningi og framkvæmdum við öldubrjóts bygg- ingu á Brimnesstöng við Dalvík. — Fjár- söfnun mun þegar hafin og loforðasöfnun um ókeypis framlög í vinnu við verkið, er það verður hafið. Auk þess hafa út-

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.