Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1935, Blaðsíða 6

Ægir - 01.07.1935, Blaðsíða 6
144 Æ G I R vinnulausum fjölskyldum jarðir lil rækt- unar, og ítarleg rannsókn fór fram, hvernig úr því yrði bezl ráðið. Síðasl- liðinn mar/mánuð höfðu 856 fjölskyldur sótt um að komast á lisla þánn, er lá frannni, og átti að verja 29.115 dölum lil aðstoðar þessu fólki að koma sér niður. Þeir, sem þiggja opinberan styrk, eru látnir sitja fyrir. í mar/ i fvrra (1934) voru 973 fjöl- skyldur, sem lúð opinhera varð að styrkja og kostaði það 18.165 dali þann mánuð. Að atvinnuleysingjar voru færri nú, en í sama mánuði í fyrra, sýnir, að vinna fer fremur vaxandi i St. Johns, en verð á nauðsynjavörum er 25% hærra, en ])að hefir nokkurntíma áður verið. Verðið er ekki eins hátt utan horgar- innar eða úti á landshyggðinni, þar sem gnægð er af jarðarávöxtum, grænmeti og landbiinaðar-afurðum, en þegar það hefir verið tlutt til St. Johns og er á hoðslólum þar, er það svo dýrt, að al- menningur hefir ekki ráð á að kaupa. 'i’lie Scotsman, 30. mai 1935. Símon Sveinbjarnarson skipstjóri andaðist á Landakotsspilala, sunnu- daginn 7. júlí sl. og' var jarðsunginn 16. s. m. að viðstöddu fjölmenni. Símon heitinn ætlaði að fara norður á síldveiðar i byrjun mánaðarins, á skipi sínu »Rifsnesi« JJ. E. 272, en varð að hætta við, vegna vanheilsu. Fór hann þá á spítalann, var skorinn upp 2. júli, en ekkert stoðaði. Simon heitinn var ágætismaður og eft- ir lionum sjá margir. Hann mun hafa verið liinn fyrsti togaraskipstjóri íslenzk- ur, á íslen/ku botnvörjniskipi. Skipstjóri Hinrik Hansen og’ fiskveiðar í Hafnarfirði. Laugardaginn 6. júlí skrapj) ég til Hafnarfjarðar og fann að máli gamlan vin, skipstjóra Henrik Hansen, sem nú er 85 ára að aldri. Iýg valdi daginn vegna þess, að hvasst var af landsuðri og þóttist því viss, að hann lielði ekki á sjó farið, en frétt hal'ði ég nokkru áður, að hann slundaði grásleppnveiðar eins og hann hefir gert í fjölda mörg ár, oftast verið einn á l)át, og það er hann enn. Þegar ég kom í hús hans, var mér sagt, að hann hefði lagt sig', en klukkustund síð- ar var hann vaknaður og frétti ég' þá, að liann hefði verið á sjó um daginn og sigll heim (krusað). Sömuleiðis var mér sagt, að hann risi úr rekkju klukk- an þrjú á hverjum morgni, færi í netin, ef veðnr væri sæmilegt eða aðgætti og gej'ði við net, sem hann ætli i landi; hann er orðinn stirður lil allra hreyf- inga, heyrir illa og sjónin farin að bila, en hugurinn til veiðanna er hinn sami og var. Eg spurði hann hvort hrognkelsaveið- um væri að hraka og kvað hann það vera, og skýrir svo frá: »Fyrir á að gizka 10 árum var venju- lcga svo mikið af gráslej)j)u og rauð- maga í netunum eftir eina nótt, að ég lilóð hát minn og varð að skilja eftir í þeim, það sem hann ekki har, en það voru um 300 stykki, og sótti síðar um daginn, það sem eftir var. Þá voru net mín færri en nú, þegar ekki koma meira en 20—30 grásleppur i þau yfir nóttina, og 4—5 horaðir rauðmagar, venjulega mjög dökkir að lit. Ár frá ári dregur úr hrognkelsaveiðum í firðinum, hverju sem um er að kenna, og sömu fréttir herast frá öðrum stöðum, þar sem nóg hrognkelsi voru áður.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.