Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1935, Blaðsíða 8

Ægir - 01.07.1935, Blaðsíða 8
146 Æ G I R þang breyttist í leðju, en þeirri spurn- ingu vísa ég til mér fróðari manna, á því sviði. í vor sk}7rði Ólafur Guðbjartarson, bóndi, frá því, að i þau 30 ár, sem hann bjó í Hænuvík við Patreksfjörð og í Keílavík við Látrabjarg, hafi orðið sú breyting á hrognkelsaveiðum á þessum stöðum, að á fyrstu 20 búskaparárum hans, var gnægð hrognkelsa, hvervetna íyrir landi, á vorin og fram eflir sumri, en úr þessu heflr dregið síðustu árin, og virðist sú tregða fara sívaxandi. — Er þessi nytjafiskur að deyja út eins og Geirfuglinn, eða hvað er hér að gerast? Svo virðist einnig, að ýsa sé ekki eins ör og hiin áður var, sé eftirfarandi athugað: 1931 var ýsuafli á árinu talinn 584 ton 1932 — — - — — 273 - 1933 — - - — — 303 — 1934 - — - — — 241 — 1935 — — í vertíöarlok 89 — Petta nær að eins yfir 4]/s ár og skal engar ályktanir af því gera, því frá árinn 1927, hefir ársaílinn verið mjög misniun- andi. Sumir hafa haldið, að sorprennsli út í Hafnarfjörð haíi fælt rauðsprettuna burtu, því hennar hefur lítið orðið vart um langan tíma, en nú í vor hefur lnin veiðsl i ósnum við Óseyri, en veiði þó verið stopnl, svo líklega verður að liverfa frá þeirri hugmynd, að sorprenslið út í fjörðinn fæli hana. Skipstjóri Hinrik Hansen, er ekki sami maður og Henrik A. Hansen, sem skrif- að var um í októberhefti Ægis 1925, en háðir eru íiúsettir í Hafnarfirði; er hinn siðarnefndi nú 76 ára að aldri, var af- imrðafiskimaður, en hefur aldrei verið skipsljóri. Þessa er hér gelið, svo enginn misskilningur verðí. Revkjavik, 8. júlí 1935. Svbj. Egilson. »Lincolnshire«. Enska togaranum, sem strandaði á .Törundarboða 1. febrúar sl., var bjargað af skerinu hinn 1. júlí og dreginn í fjöru við Gufunes um kveldíð. Hafði þá ver- ið unnið við björgun, síðan lyrri hluta aprílmánaðar og vann varðskipið Ægir að henni. Miðvikudagsmorgun 17. júlí átti að flytja skipið frá Gufunesi á dráttariiraut í Reykjavik, en á leiðinni sökk það, skammt fyrir vestan Skarfasker. Veður var gott, vindur norðvestlægur og skjól meðan farið var fram með Viðey, en er út fyrir skcrin kom, lagði inn kviku úr sundinu milli Viðeyjar og Engeyjar, en við það gekk sjór yfir þilfar á skipinu sjálfu og pramma, er liélt afturenda þess uppi, svo við ekkert varráðið. Dýpi þar sem skipið er nii, mun vera 15 metrar um stórslreymisfjöru. Ný lög í Færeyjum. í þeim er bannað að skrá erlenda sjómenn af skipum i Færeyjum án leyfis lögreglunnar. Sérhver útlendingur, sem kemur lil eyjanna, verður að tilkynna lögreglunni komu sína, innan þess tima, sem síðar mun ákveðinn, og skýra frá, hvert sé erindi hans. Þá útlendinga, sem félausir eru og gela ekki greitl sinn veg, sendir lögreglan heim á þeirra sveit, eða vísar þeim úr landi. Framandi menn mega ekki dvelja lengur en 3 mánuði, í einu, í eyjunum, nema því að eins, að amtmaður geíi til jiess sérstakt leyfi. Það má skipa hólcl- eigendum, forstöðumönnum gistihúsa og matsölustaða, að halda löggiltar bækur, og' rita í þær nöfn allra gesta, jafnt Dana og annara útlendinga.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.