Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1935, Blaðsíða 7

Ægir - 01.07.1935, Blaðsíða 7
Æ G I R 145 Um páskana s.l. kom þorskganga inn í Hafnarfjörð, en hvarf skjótt aftur. Þá voru lögð þorskanet út af Hvaleyrar- höl'ða; er það í fyrsta sinni, sem ég man cftir, að þorskanet hafi verið lögð svo grunnt. Þegar ég frétti, að þorskur væri kominn inn lyrir brún, fór ég á flot með færið mitt og dró 60 þorska á þeim degi, og eru þeir með þeim stærstu, sem ég hef séð og allir af líkri stærð. Eg salt- aði fiskana, þurkaði þá 4 þerridaga og viktuðu þeir þá 5 vætlir (200 kíló). Það var ekki nijög erfdt að draga þá upp að borðstokki, en verra var að innbyrða þá«, sagði gamli maðurinn. »Hvernig er það með ýsuna«, spurði ég. »Það er nú svo með liana, að nú fæst vart ýsa j soðið, en 1918 og 1919, árið eftir stríðið, stunduðum við Einar hróðir minn róðra, tveir á bát, rerum vanalega veslur á brún, og var þar hlaðfiski af stórýsu, í langan tíma. Yið beittum hnýsu- görnum, eins og þá var almennur siður í Hafnarfirði, þvi í róðrum skutum við alla jafna hnýsur. Stríðsárin voru fáir togarar i Faxaflóa og fiskur gekk oft á grunnið, cn að stríðinu loknu fjölgaði þeim smátt og smátt á Sviðinu og víðar í Faxaflóa, og eítir það dró úr afla á innmiðuni«. Hinrik Hansen var 16 ár skipstjóri á jaktinni »Örnin« frá Hafnarfirði, sem var eign H. A. Linnets kaupmanns; hafði Linnet keypt skipið af Guðmundi hónda °g organista Guðmundssyni í Landakoti Vatnsleysuströnd. Skipið var smíðað 1>1 póstflutninga milli Rönne á Borg- undarhólmi, Ystad í Svíaríki og Kaup- mannahafnar og var i þeim ferðum í mörg ár. Hinrik Hansen var afhragðs dráttar- maður og mun hafa slaðið við færið lengur en kraftar leyfðu, því tveim ár- um áður en Linnct seldi »Örnina« lil Keflavíkur, sagði Hinrik upp skipstjórn; var hann þá orðinn svo veikur í fótun- um, að læknar réðu honum til að leita sér lækninga í Kaupmannahöfn; var hann þar í böðum og nuddi í 3 mánuði og kom alheill heim aftur, en læknar hönnuðu honum stöður við færi á þil- skipum, og fór Hinrik ekki framar á sjó á þeim, en lagði slund á hrognkelsa- veiðar og hefir haft mikil viðskipti við sveitamenn, selt þeim verkaða grásleppu og annað fiskmeti, en úr þeim viðskipt- um hefir mjög dregið síðustu árin, er hrognkeisi virðast vera að smá hverfa, ekki að eins frá Hafnarfirði, heldur hafa önnur sjópláss sömu sögu að segja. Þess má geta hér, að þau 16 ár, sem Hinrik Hansen var skipstjóri á »Örn- inni«, notaði hann sömu stagfokkuna allan tímann; eitt stórsegl fékk hann úr léttum dúk til vara, og tveir klýverar voru saumaðir á þessu tímabili. Sýnir það, að vel hefir verið farið með segl. 50 ár eru nú liðin síðan Hinrik Han- sen lét al' skipstjórn, og hefir liann síðan stundað veiðar á opnum hát, oftast einn á, og er það enn, 85 ára gamall. »Örnin« mun hafa verið rifin í Njarð- vík um 1890. Seglagerðameistari Jón Guðmundsson (verzlun Geysir), hefir lengi stundað hrognkelsaveiðar og gerir það enn; nel sín leggur hann á Eiðsvík út undir Selskeri. Hann segir svo frá, að hrognkelsaveiði hraki ár frá ári. í hotni víkurinnar var áður þaragróður mikill og þang, en nú er þar límkennd leðja og netin koma upp möskvalaus, þ. e. leðjan í þeim er svo mikil, að vart sézl möskvaskil. — Jón spurði undirritaðan, hvort ekki gæti verið um þangpest að ræða eins og við Danmerkurslrendur, er þaragróður og

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.