Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1935, Blaðsíða 4

Ægir - 01.07.1935, Blaðsíða 4
142 Æ G I R Hafrannsóknaskipið »Dana« sekkur í Norðursjónum eftir árekstur. Laugardaginn 22. júní sigldi þýzkur togari á »Dana«, er hún lá kyr í þoku í Norðursjónum og gaf aðvörunarmerki, með jöfnu millibili. Brotnaði hún svo við áreksturinn, að 30 mínútum eftir söklc hún, og mátti því engu muna, að mannbjörg yrði, en veður var gott og renndi togarinn að hlið »Dana« og tók þá, sem ekki fóru í skipsbátinn. Timi vannst ekki til að bjarga, hvorki fatnaði né verðmætnm hlutum, skjölum, dag- hókum og vísindalegum skýrslum, því 10 mínútum eftir áreksturinn, var fram- partur skipsins kominn í kaf og ekki vitað, hvenær ketilsprenging gæti orðið. Skipstjóri á »Dana« var G. Hansen, sem margir hér kannast við, og hefur verið skipstjóri skipsins, síðan það hóf rannsóknarstarf sitt. Fyrir sjálfu rann- sóknarstarfinu stóð Dr. phil. Yedel Tá- ning, sem tók við því af Próf. Schmidt, sem lézt 22. febrúar 1933; liafði Dr. Tá- ning lengi með honum unnið. 15 ára skýrslur og dagbækur um rann- sóknarstarfið, sukku með skipinu, auk dýrra áhalda til rannsókna. Bergmáls- dýptarmælir »Dana« kostaði t. d. 30 þús- und krónur; 5000 krónur í peningum voru í skipinu til ýmsra útgjalda, kola- kaupa, launagreiðslu o. s. frv.; allt sökk ■ með því. Hinn 4. júní lagði skipið út frá Kaup- mannahöfn og stóð þá gamli Hansen á stjórnpalli. Dr. Táning til aðstoðar voru: Edv. Aage Jensen, magister Helge Thomsen, og ungur námsmaður. »Dana« hélt fyrst út í Norðursjó til að rannsaka og merkja rauðsprettur, síðan var áætlað að fara til Færeyja og íslands, og 10. september átti skipið að koma aftur til Kaupmannahafnar. Eftir áreksturinn 22. júní, þegar skips- höfn »I)ana« var komin á þilfar þýzka togarans, þá neitaði skipstjórinn að tlytja hina skipreika menn á land, en hanðst til að setja þá í vitaskipið við Hornsrev, og ætlaði svo að halda leiðar sinnar, en skipstjóri Hansen og Dr. Táning, heimtuðu, að hann flytti þá til Esbjerg, og á endanum var það gert. Þar var lagt hald á togarann og sjó- réttarpróf haldið, hinn 24. júní. »Dana« var ríkisskip og því ekki vá- tryggð, fremur en önnur skip danska ríkisins. Skipið með áhöldum var melið 750 þúsund króna virði. Missir daghóka og vísindalegra skjala er óhætanlegt tjón og hefði verið það, þótt alll hefði verið vátryggt. Nafn togarans, sem sökkti »Dana« er »Pickhuhen« frá Cuxhaven. Að loknu sjóprófi í Eshjerg hélt hann heimleiðis, eftir að hafa sett tryggingu. Sjóréttur, sem haldinn var í Hamborg, komst að þeirri niðurstöðu, að árekst- urinn væri stýrimanni á Pickhuhen að kenna. Mb. »Jón Þorlálcsson«. Hinn 1. júlí sl. var nýr vélbátur sett- ur á flot hér í Reykjavík; er nafn hans »Jón Þorláksson« R.E. 60. Daniel Þorsteinsson skipasmiður stóð fyrir smíði; er báturinn í alla staði hinn myndarlegasti, og frágangur hinn hezti, hvar sem litið er. Hann er 50 lestir að stærð og vélin er »Yölund« 110—130 hö. Eigandi er Guðm. Þ. Guðmundsson, Ránargötu 8 a í Reykjavík; fór liann norður á síldveiðar, um 10. júlí.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.