Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1935, Blaðsíða 14

Ægir - 01.07.1935, Blaðsíða 14
152 Æ G I R veiðar við ísland, á siðnstu vertið, liafa nú lagl upp aíla sinn í Noregi og var hann alls 4347 tons. í fyrra öíluðu Norð- menn á vertíð 4351 tons af fiski hérvið land. Skipin, sem stunduðu veiðarnar, voru 14. I vikunni, sem endaði 22. júní þ. á., komu 8 línuveiðagufuskip frá Islands- miðum til Alasunds; var afli þeirra sam- tals 367 tonn af söltuðum þorski og 13 tons af lúðu. Yerð á þorski var 28 aur- ar og lúðu 80 aurar livert kg. I sömu viku í fyrra komu 11 linu- veiðagufuskip frá íslandi lil Álasunds, með 483 tons af söltuðum þorski og 5 tons al' lúðu. Þá var verðið: Þorskur 24 aura og lúða 80 aura kg. Grænlandsveiðar Færeyinga. Hið Færeyska móðurskip »Anana« (grænlenzkt orð, sem þýðir móðir) lagði af stað í sína fyrstu ferð til Grænlands- miða, sunnudaginn 16. júní. Skipið er um 5000 lestir og hafði full- fermi, er það lél í haf. Til ferðarinnar tók það 2000 lestir af salti, 1000 lestir kol, 1400 lestir af vatni og 2000 lunnur af olíu, til mótora. Auk þessa voru mat- væli, og í skipinu er lítil söíuhúð, þar sem íiskimenn geta keypt tóhak og ann- að, er þeir þurfa. Skipshöfnin er alls 144 menn og þar af eru 91, sem verða í róðrarhátunum, en þeir eru 23, sem skipið ílytur og eru frá ýmsum stöðum á Færeyjum. Á því eru auk yfirmanna, læknir, skipasmiður, járnsmiður, lýsishræðslumaður og 14 hásetar, sem allir eru ílatningsmenn. Allir róðrarmennirnir eru ráðnir þannig, að þeir fá G3/2 eyrir fyrir hvert kíló af fiski þeim, sem hver bátur ílytur að skipshlið, og fer fullnaðargreiðsla l'ram hinn 15. nóvemher, en ákveðið er, að skipið snúi heim í lok septemliermánaðar. Auk þess fisks, sem bátarnir aila, sem fvlgja skipinu, á það að ílytja heim, saltfisk lrá öðrum skipum í haust. Það cr áætlað, að skipið kosti rúma liálfa milljón króna, er það leggur full- fermt af stað til Grænlands. Leiðangursskip það, sem Færeyingar gera út lil fiskrannsókna við Austur- Grænlaud, heitir »Ecliptica«; átti það að leggja af stað fyrstu dagana í júlí. Á því verða 20 menn og verður reynl að veiða þorsk á svæðinu frá Angmagsa- lik og suður með ströndinni. Færeyingar eiga nú orðið 20 ])rísigldar skonnorlur með hjálparvélum og verður »Arctic« þeirra stærst, 475 lestir hrútló, en það skip eru þeir að kaupa frá Svia- riki, — og mun eiga að vera móðurskip við Grænland. Áður var »Stella Maria« stærst, 275 hrútlö leslir. Yar það skip keypt frá Frakklandi, og á heima í Klaksvík. »Lieutenant Vedrines«, sem oft hefur komið hingað, var fyrsta skipið þetla suniar, sem kom til Færeyinga-hafnar í Grænlandi; kom það þangað 17. júni, eftir 11 daga ferð frá Færevjum. Fjöldi færeyskra skipa eru nú komin á Græn- lensk fiskimið, og meðal þeirra mörg skip, sem áður voru islenzk eign, en þóttu óhrúkleg hér. Hlutafélag hefur verið stofnað i Þórs- höfn með því markmiði, að smiða drátt- arbraut fyrir skip, allt að 600 leslum; nnin hrautin verða í Hornabö við Pórshöfn. Eflir þessum framkvæmdum að dæma, virðast samtök í Færeyjum í hezta lagi.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.