Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1936, Blaðsíða 3

Ægir - 01.03.1936, Blaðsíða 3
Æ G I R MÁNAÐARRIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS 29. árg. Reykjavík — Marz 1936 Nr. 3 Fiskiþingið 1936. Fiskiþingið var sett, laugardaginn 15. febrúar kl. 5 e. h. í Kaupþingssalnum í Eimpskipafélagshúsinu. Fulltrúar voru þessir : Fyrir Reykjavíkurdeild: Geir Sigurðsson, skipstjóri, Jón Ólafsson, bankastjóri, Magnús Sigurðsson, bankastjóri, Þorsteinn Þorsteinsson, framkv.slj. Fyrir Sunnlendingafjórðung: Bjarni Eggertsson, búfræðingur, Olafur Björnsson, kaupm. Fyrir Vestfirðingafjórðung: Finnur Jónsson, framkv.stj., Jón Jóhannsson, skipstjóri. Fyrir Norðlendingafjórðung: Guðmundur Pétursson, útgerðarm., Páll Halldórsson, erindreki. Fyrir Austfirðingafjórðung. Friðrik Steinsson, erindreki, Xíels Ingvarsson, útgerðarmaður. Forseti Kristján Bergsson setti þingið °g var Geir Sigurðsson kjörinn fundar- stjóri. Varafundarstjóri: Ólafur B. Björns- son og ritari Páll Halldórsson. Helztu mál, sem tekin vorn fyrir og afgreidd. Útflutningsgjald af sjávarafurðum. Nefndarálit um öryggi vélbáta. Nefndarálit um hagnýtingu sjávarafurða. Nefndarálit um landhelgisgæzlu. Nefndarálit um skipasmíðar. Tillaga um aðflutningsgjald af sjávaraf- urðum. Nefndarálit um hafnamál. Nefndarálit um eflingu sundkennslu. Nefndarálit um talstöðvar í íiskiskipum. Vitamál. Samgöngumál Austfjarða. Nefndarálit um innlenda mótorvélagerð. Herpinótaveiði í netalögnm. Dragnótaveiði. Nefndarálit um olíuverð. Vátrygging vélbáta. Tillaga um afnám nörsku samninganna. Breytingar á lögum Fiskifélagsins voru samþykktar á Fiskiþingi. Stjórnarkosning fór fram miðviku- daginn 4. marz og féll þannig: Forseti: Iír. Bergsson, Varaforseti: Ólaf- ur Björnsson. Meðstjórnendur: Bjarni Sæmundsson og Geir Sigurðsson. Varameðstjórnendur: Jón Ólafsson og Þorsteinn Þorsteinsson. Endurskoðendur: Brynjúlfur Björnsson,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.