Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1936, Blaðsíða 14

Ægir - 01.03.1936, Blaðsíða 14
68 Æ G I R það er dýrt og lílið um peninga til að greiða með, sem stendur, enda mun ekki vanþörf á, að væntanlegu ljósdufli við innsiglinguna í Sandgerði, verði lagt sem fyrst, og það látið sitja fyrir. Það mun kosta um 20 þúsund krónur, en fari það í vöxt, að bátar utan af landi, stundi veiðar frá Sandgerði, á vertíðnm, og for- menn máske bráðókunnugir á þeim slóð- um, ætti það að ýta undir, að duílinu væri komið fyrir sem fyrst. Sveinbj. Egilson. Fiskveiðar Norðmanna 1936. Lofoten. Svo nefnast binar mörgu eyjar við vesturströnd Xoi'egs; eru þær nyrstu skammt suður og út af Þrándheimsfirði og ná nm 75 sjómílur suður eftir. Stærstu eyjarnar heita, Röst, Værö, Moskenesey, Flakstaðey, Vestvaagey, Östvaagey; eru þessar eyjar allar í ytri röðinni. í innri röð eru, Stóra Molla, Litla Molla og Skarven. Hæsta fjall á eyjun- um heitir Vaagekal og er um 1000 m. á hæð. A úteyjunum er mikil fuglatekja í björgum. Þetta er Lófóten, aðalþorsk- veiðistöð Norðmanna. Fólksfjöldi á öll- um eyjunum taliun 30 þúsund og þar strjálbyggt mjög. Stærstu verstöðvar eru: Svolvær, Brette- nes, Kjeoy, Risvær, Skrova, Ivabelvogur, Kalle, Henningsvær, Stamsund, Ure, Bal- stað, Sund, Reine, Væroy og Röst. Svol- vær er aðalveiðistöðin og búa þar um 3000 manns, en á vertíðum halda þar til 9—10 þúsund fiskimenn og eru íbúar í Svolvær þann tíma árs, 12—13 þús. manna. Vegna þess live eyjarnar eru þéttar, eru straumar miklir milli þeirra, bæði á fjörðum og sundum og þær leiðir fara ekki aðrir en þaulvanir og kunnugir formenn. Hinn stríðasti og bættnlegasli straumur, er Moskenesröst. í henni hafa margir bátar farist, og svo segja Lofót- fiskimenn, að þegar straumur sé þar mestur, heyrist gnýr og rótið í röstinni i 20 sjómilna fjarlægð. Lofoten er svo norðarlega á hnettin- um, (á c. 69. breiddarstigi), að sól kem- ur ekki upp í skammdeginu. í Svolvær sézt ekki sól, frá 4. desember til 9. jan- úar, en þar er líka sól á lofti allan sól- arhringinn, frá 28. maí til 16. júlí. Fiskislóðir við Lofóten eru víðáttu- miklar, enda stunda bátar og skip, sem telja má í þúsundum, alls konar veiði- skap þar, með allskonar veiðarfærum og aðferðum. Umsjónarskip vaka yfir veiðarfærum fiskimanna og skipaðir um sjónarmenn á landi, lialda uppi reglu, svo veiðarn- ar fai'i skipulega fram. Fastar reglur eru þar, að línubátar veiði sér, handfærabátar út af fyrir sig og þeir sem leggja þorskanet, bafa silt takmarkaða svæði, en þessum svæðum úthluta umsjónarskipin eða benda á. Umsjónarmenn á landi velja fiskimenn sjálfir. Enginn má fara í róður fyr en merki er gefið, að leggja megi af stað og varð- ar það þungum sektum, ef út af er brugðið. Einu sinni á vertíð fer skoðun fram á öllum flotanum, lil þess að ganga úr skugga um, hvort allar settar reglm- séu haldnar; gera það umsjónarmennirnir. Fiskveiðar 1935. Heildaraflinn varð minni, en árin á undan, en verð á fiskinum mátti heita golt, og bætti það úr.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.