Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1938, Blaðsíða 16

Ægir - 01.02.1938, Blaðsíða 16
Æ G I R 54 „Þar sem upplýst er, að úlvegsmenn 11 Suð- urnesjum hafa orðið fijrir svo miklu veiðar- fivratjóni af völdum útlendra togara á siðast- liðnum fjóriim sólarhringum, að ekki nemur minna en 20 þi'isundum króna. þii skorar Fiskiþingið á hæstv. rikisstjórn að gera tafar- tausl ráðstafanir til jiess, að einu af varðskip- iinum verði falið itð annast am eftirlit og gæzlu veiðarfiera á fiskimiðum Suðurnesja og i Fa.ra- flóa, og leita skaðabóta fyrir þau spjöll, sem gerð eru.“ Vestmannaeyjar: Sunmiclagsniorguninn (>. febr. reru flestir bátar úí Eyjitni. Uni kl. 10 skall á versta veður og rofaði ekki !il fyrr en kl. 31 b e. b. begar Erlingur I. var koniinn austur undir Vestniannaeyjar, lieimleiðis úr róðrinum, urðu skipverjar varir við vélbátinn „Skiðblaðni". Hafði vél hans stöðvast, er hann var koniinn skammt austur fyrir Faxasker, og var bátinn að reka upp í skerið, er Erling I. bar að. Vél- báturinn „Ásta“ hafði gert árangurslausar til- raunir til þess að koma „Skíðblaðni“ til hjálp- ar. Sighvatur Bjarnaíson, formaðurinn á Er- lingi 1„ lók nú það eina ráð, sem dugði til þess að bjarga „Skíðblaðni", þótt hann með þvi setti sig og skipverja sína í lífshættu. Hann sigldi bát sinum milli skersins og „Skíð- blaðnis" og tókst þannig að koma til hans linu og bjarga þánnig slcipinu og áhöfninni. Vestmannaeyingar eru sannfærðir um það, að ef snarræði Sighvats og skipverja hans hefði ekki notið við, þá hefðu allir skipverjar á „Skíðblaðni“ drukknað. Þennan sama dag fórst vélbáturinn „Víðir“ úr Vestmannaeyjum, með 5 manna áhöfn. Skip- verjar voru allir ungir menn og ókvæntir. Formaðurinn var Gunnar Guðjónsson úr Vest- mannaeyjum. Vélstjóri var bróðir hans, Gísli Guðjónsson. Móðir þeirra, Halla Guðmunds- dóttir, hefir nú nirsst 4 sonu sína í sjóinn. Há- setar á „Víði“ voru Jón Markússon úr Eyjum, Jón Árni Bjarnason frá Tjörn á Eyrarbakka og Hallur Þorleifsson frá Eyrarbakka. „Viðir“ og „Erlingur" 1. voru einu bátarnir, sem reru vestur þennan dag, og átti „Víðir" eftir að draga 1 ’4—2 bjóð, þegar „Erlingur“ I. sá síðast til hans. En stundu síðar skall á versta veður. Nokkuð af bátnum rak upp á Álfhólsfjöru i Vestur-Landeyjum. í Vestmannaeyjum hefir verið tregur afli, það sein af er vertið. Aðalfundur Fiskifélags íslands. Árið 1938, föstudaginn 4. febr., kl. ÍMs e. h. var aðalfundur Fislcifélags íslands, liinn 27. í röðinni, settur i Kaupþingssalnum í Eimskipa- félagslnisinu. 1 veikindaforföllum Kristjáns Bergssonar for- seta, setti Geir Sigurðsson stjórnarnefndarmað- ur fundinn. Hann kvaddi til fundarstjóra Benedikt Sveins- son bókavörð, en hann tilnefndi sem fundar- ritara Arnór Guðmundsson. Samþ. fundurinn það með lófataki. F'yrir fundinum lá svohljóðandi dagskrá: 1. Forseti gerir grein fyrir störfum félagsins á árinu 1937. 2. Mag. Árni Friðriksson gefur skýrslu. 3. Þorsteinn Loftsson vélfræðiráðunautur gefur skýrslu um störf sin á árinu 1937. 4. Dr. Þórður Þorbjarnarson fiskiðnfræðing- ur skýrir frá rannsóknum sinum síðastl. ár. 5. Fundargerðir fjórðungsþinga. (i. Önnur mál, sem fram kunna að koma. 1. mál. Fundarstjóri gaf j)á Geir Sigurðssyni orðið. í byrjun máls sins minntist Geir 4 ævi- félaga, sem látist böfðu á árinu, þeirra: Valdi- mars Jónssonar verkstjóra, Gunnsteins Einars- sonar fyrr skipstjóra í Nesi, Axels Tulinius fyrrv. sýslum. og Jóns Ólafssonar bankastjóra. Gat hann sérstakl. starfa liinna 2ja síðastnefndu i þágu félagsins. Risu fundarmenn úr sætum sínuin til virðingar hinuin látnu ævifélögum. Þvinæst flutti Geir Sigurðsson skýrslu þá, sem forseti hafði samið um starfsemi félagsins á árinu 1937 og skýrði lauslega frá fjárhag þess. Engar umræður urðu um skýrsluna. 2. mál. Árni mag. Friðriksson flutti þvínæst fróðlega skýrslu uin starf sitt og fiskirannsókn- ir 1937, bæði þorsk- og sildarrannsóknir. Einnig skýrði ræðumaður frá því, sem gert hefir verið í því skvni að fá Faxaflóa friðaðan fyrir botn- vörpuveiðum. í lok skýrslu sinnar, gaf ræðumaður yfirlit yfir þær fiskirannsóknir, sem liann fram- kvæmdi meðan liann var í þjónustu Fiskifélags- ins og þakkaði stjórn félagsins fyrir góða sam- vinnu. Geir Sigurðsson þakkaði Árna starf hans lijá Fiskifélaginu og óskaði honum góðs gengis i liinum nýju heimkynnum og framhaldandi starfi i þágu fiskirannsóknanna á íslandi.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.