Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1938, Blaðsíða 18

Ægir - 01.02.1938, Blaðsíða 18
56 æ g i r arvertið voru notaðar hér margar nýjar nætur keyptar frá Noregi og reyndust þær svo illa, að talið er að i'ilvegurinn hafi þeirra hluta vegna tapað stórfé. Matsveinanámskeið í Vestmannaeyjum. SíðastliðiS haust var lialdið mat- sveinanámskeið í Vestmannaeyjum, og stóð það yfir frá 26. október til 11. des- ember. Matreiðslukennari var Sigur- björn Asbjörnsson úr Reykjavík. Tiu manns tóku þátt í námskeiðinu. Starfið bófst dagleg'a ld. 8 að morgni. Voru þá tveir nemendur saman látnir kveikja upp eld og tilreiða morgunverð, sem oftast var hafragrautur með mjólk og smurðu brauði. Kl. 9, að loknum morgunverði, tóku allir nemendur lil starfa. Var þá skipt með þeim verkum. Sumir undirbjuggu miðdegisverðinn, aðrir ræstu híbýlin eða undirbjuggu bökun. Nemendur lærðu að matbúa 27 miðdegisrétti úr algengustu matarefn- um, en nokkuð færri súpur og grauta. Til miðdegisverðar voru ýmist fisk-, kjöt eða síldarréttir og kálréttir einstöku sinnum. Úr kryddsíld lærðu sveinarnir að búa til þrjá rétti og fjóra rétti úr nýrri sild. Einnig lærðu þeir að búa til álegg úr salt- og kryddsíld. Áberzla var lögð á að kenna að mat- búa úrgangsfisk, svo sem karfa, ufsa og tindabikkju. Til kvöldverðar voru oftast notaðir afgangar frá miðdegisverði, lag- aðir og breyttir. Sveinarnir lærðu að ])aka öll algeng brauð, pönnukökur, kleinur, klatta úr graut o. fl. Einnig brenndu þeir sjálfir það kaffi, sem þeir notuðu. Dáglegu starfi lauk kl. 7 að kveldi. Hre-inlætisföt sín, dúka og þurrkur þvoðu nemendur sjálfir. Mikil áherzla var lögð á hreinlæti uin allt, stundvísi, sparsemi og nýtni, en þó reynt að bafa fæðið sem bezt. Einnig var nemendum kennt íslenzka, reikningur og' bókfærsla. Bókfærslu- kennslan miðaði að því, að sveinarnir gætu fært heimilisdagbók og' fjdgst með tekjum og' gjöldum síns eigin heimilis, og svo jafnframt fært dagbók um matar- kaup á útilegubát, svo að þeir mættu meðal annars vera því vaxnir að gera sjálfum sér og öðrum grein fyrir því, til Iivers fæðispeningarnir liefðu farið. Þannig' bljóðar í stuttu máli skýrsla sú, er Þorsteinn Þ. Víglundsson, skóla- stjóri í Vestmannaeyjum, befir sent Fiskifélagi tslands um námskeiðið, en félagið stvrkti námskeiðið ásamt bæjar- sjóði Vestmannaeyja. Skólagjald var ekkert, en nemendur greiddu fæðisreikning sinn og fæddu kennarann. Á slikum námskeiðum, sem þessum, er mikil þörf, og er náuðsyn á því að halda þau eig'i sjaldnar en annaðhvort ár i hinum fjölmennustu verstöðvum. Námskeiðið í Vestmannaeyjum gefur glögga bugmynd um það, liversu vænta má af þeim matsveinum, sem notið bafa slíkrar kennslu, er þar var veitt. Sjómannastéttinni og útgerðarmönn- mn ætti að vera það mikið kappsmál, að matsveinunum væri veitt slík menntun, að þeir þyrftu ekki að standa að baki starfsbræðrum sínum á erlendum veiði- skipum, þar sem þessum málum er bezt komið. Fiskiþingið hefir rætt þetta mál, og mun það fara fram á að ríkissjóður veili 2000 kr. árlega til styrktar matsveina- námskeiðum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.