Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1938, Blaðsíða 3

Ægir - 01.02.1938, Blaðsíða 3
Æ G I R MÁNAÐARRIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS 31. ár<f. Reykjavík — Febrúar 1938 Nr. 2 Bátaábyrgðarfélag Vestmannaeyja 75 ára. Útdráttur úr ræðu formanns félagsins, hcrra Guðmundar Hinarssonar, Viðcy i Vestniannaeyjum, á 75 ára afmælishátið fclagsins j). 10. febrúar 1938. Bjarui Ii. Magniísson, svsliimaður. Skipáábyrgðarfélagið, en það var hið fvrsta lieiti þessa fclags, var slofnað 26. janúar 1862, af Bjarna Magnússyni, sýslu- ntanni Vestmannaeyinga. Eru því liðin 76 ár frá stofnun þess. Stjórn félagsins hafði á síðastliðmun vetri ákveðið að halcla 75 ára afmæli þessa merka félags, en vegna þess að afmæli þess verður ekki lialdið öðruvísi en í rúmgóðum húsakynnum, sökum fjölda félagsmanna, var ákveðið að þvi skyldi frestað, þar til hús þetta væri fullgert, sem við nú gistum. Ennfremur ákvað félagsstjórnin að láta semja ritgerð um stofnun og starf félags- ins og gefa út á prent, til þess að gera al- menningi kunnugt starf þessa merka félags, og er hún nú i undirbúningi undir prentun. Aðalatvinnuvegur Vestmannaeyinga hef- ir frá upphafi tvimælalaust verið fiskveið- ar. Flestir bændur i Eyjum voru skipaeig- cndur áður fyr, að lieilu eða hluta i skipi. Sést það greinilega á því, að fyrsta árið voru 11 skip tryggð í þessu félagi, en eig- endur þessara skipa voru 45 talsins. Þetta er eðlilegt, þar sem menn lifðu mest af því að sækja björg sina og sinna á sjó. En sjórinn var og er mislyndur, eins og vér liöfum nýskeð, oss til mikillar sorgar, orð- ið að reyna. Þótt blítt væri veður, er frá landi var lagt, þá var og er skamma stund að skipast veður í lofti, en oft varð að treysta á það fremsta með að sigla. Fór því stundum þá og fer eins enn, að livorki skip né menn náðu landi. Oftast var bál- urinn eða Iiátsparturinn eina arðvænlega eign fjölskyldunnar, og lengi fram eftir öldum var jætta eini vegurinn til bjargar að eiga sér fleytu, lil jiess að geta sótt á

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.