Ægir - 01.02.1938, Blaðsíða 12
50
Æ G I R
BjÖrgunarskútan
»Sæbjörg«
Björgunarskútan »Sæbj örg«.
Sunnudaginn 20. febr. safnaðist niikill
fjöldi manns saman á liafnargarðinum,
til þess að taka á móti björgunarskút-
unni „Sæbjörgu“. Skipin, sem lágu í liöfn-
inni, voru skreytt liátíðafánum og þegar
„Sæbjörg“ sigldi inn höfnina, var blásið
í eimpípur allra skipanna, lil þess að
bjóða björgunarskútuna velkomna. Aður
en „Sæbjörg“ kom i innri iiöfnina, fóru
stjórn Slysavarnafélagsins, kvennadeild-
arinnar, hafnarstjóri og ýmsir aðrir gest-
ir um borð í liana. Um ld. 2 lagðist björg-
unarskútan við Grófarbryggjuna, og voru
þá mættir þar ræðismenn erlendra ríkia,
vígslubiskup, fuJJtrúar frá ríkis- og bæj-
arstjórn og ennfremur konur úr Kvenna-
deild Slysavarnafélagsins.
Forseti Slysavarnafélags Islands, Þor-
steinn Þorsteinsson skipstjóri, liélt stutta
ræðu, eftir að skipið var lagst við festar.
Sagði hann sögu björgunarskútumálsins í
stórum dráttum. Skýrði hann frá tilorðn-
ingu björgunarskútusjóðsins og liversu
liann liefði aukizt fyrir velvilja og fórn-
fýsi fjölda manna. Minntist forsetinn sér-
staklega á þann mikla skerf, sem konurn-
ar hafa lagt til björgunarskútumálsins.
Þvínæst talaði formaður Kvennadeild- ■
ar Slysavarnafélagsins í Reykjavík, frú
Guðrún Jónasson, og tilkynnti liún i lok
ræou sinnar, að kvennadeildin liefði á-
kveðið að gefa 25 þús. kr. til starfrækslu
björgunarskútunnar og væi’i það fé hand-
bært nú þegar.
Fvrir Iiönd ríkisstjórnarinnar héll
ræðu Yigfús Einarsson, fulltrúi, en að
því loknu sté vígslubiskup sr. Bjarni
Jónsson um borð í „Sæbjörgu“. Hélt liann
vígsluræðu, og var athöfn sú öll liin liá-
tiðlegasta.
Síðar um daginn bauð stjórn Slvsa-
varnafélagsins 150 manns til tedrvkkju
að Hótel Borg.
Björgunarskútan „Sæbjörg" er smíð-
uð í Frederikssund og er rúmlega 60 smál.
að stærð. Teikningar og skipslýsingu
gerði íslenzkur maður, Þorsteinn Dan-
íeJsson, skipasmiður.
Skipið er smíðað úr eik og bevki og er
talið mjög sterkbyggt.