Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1938, Blaðsíða 7

Ægir - 01.02.1938, Blaðsíða 7
Æ G I R 45 þar, og fái veiðiskipin styrk frá stjórnar- völdunum til veiðanna. Skinnin af Ástralíu-hákarlinum eru notuð til leður- gerðar, lifrin brædd, en búkarnir eru sett- ir í fiskimjölsverksmiðjur. Mér er tjáð, að það iiafi mikið ýtt undir þessar veiðar, hversu hættulegur hákarlinn við Astralíu- strendur er baðgestum, enda mun hann verða þar allmörgum að hana ár hvert. Hákarlaveiðarnar við Astralíu eru því ekki stundaðar vegna þess, að þær þyki arðvæn- legur atvinnuvegur, heldur eingöngu í þeim lilgangi að reyna að útrýma þessum vágesti. Mér þykir rétt að taka þetta fram, svo að fordæmi Astrala veki ekki falskar vonir lijá þeim, sem hug hafa á að vinna hákarlslýsi hér heima. Eins og flestum mun vera kunnugt, var gerð tilraun með að vinna hákarlsbúka í sildarverksmiðju ríkisins á Sólhakka vor- ið 1936, þessi tilraun mistókst að vísu og er ekki laust við að margir álíti, að með henni hafi verið úr því skorið, að ekki gæti borgað sig að vinna hákarlshúka i fiski- mjölsverksmiðjum, en þetta er mesti mis- skilningur, og vil ég leitasl við að gera nokkra grein fyrir þvi, hversvegna það er rangt að draga þessa ályktun af mistök- unum á Sólhakka. Þar er þá fyrst til að taka að vorið 1936 stóð vfir vinnudeila við verksmiðjuna á Sólhakka, og olli hún því, að gevma varð liákarlsbúkana vikum saman á hrvggju og i þróm verksmiðjunnar, áður en hægt var að vinna þá, og enda þótt engin sönnun liafi fengizt fyrir því, að þessi geymsla liafi átt nokkurn þátt í mis- tökunum við hræðsluna, þá verður maður að álykta, að hún hafi að minnsta kosti ekki hjálpað neitt til. Ég hafði áætlað, að hákarlsholdið inni- liéldi ea. 20% af lýsiogl4,4% af fitulausu þurrefni, hinsvegar fengust ekki við vinnsluna neina. 4,2% af lýsi og 6,9% af mjöli, en þarsemmjöliðinnihéltein35% af fitu, komu raunverulega fram við vinnsl- una 6,6% af lýsi og ekki nema 4,5% af fitulausu mjöli og lætur þá nærri að kom- ið liafi fram Vs af því mjöli og lýsi, sem mér liafði reynst vera í hákarlsholdinu. Það er eftirtektarsært, að hutfallslega jafn- mikið tapaðist af bæði mjöli og lýsi, og bendir það til þess, að þetta tap hafi átt sér stað í pressunni á þann hátt, að hún hafi ekki getað náð taki á holdinu, og hafi það runnið viðstöðulaust út á milli rimla pressunnar með öllu því lýsi, sem í því var. Annar möguleiki kom að visu líka til greina, nefnilega, að í holdinu hafi ekki verið eins mikil fita og ég hafði áætlað og að einungis mjöl hafi tapazt i pressunni, en þetta held ég ekki að sé líklegt og styðst ég þá við reynslu Ásgeirs Torfasonar, sem 1915 athugaði verkaðan hákarl (skjT- og glærhákarl) og komst að raun um að þurr- efni lians innihélt 57,4—59,2% af fitu. Sé fitumagnið í hákarlsholdinu, sem ég athugaði umreiknað í hundraðstölu af þurrefni holdsins, þá reynist liún að vera 58,8%, eða nákvæmlega það sama og Asgeir Torfason fann í sínum hákarli, og virðist þetta benda til þess, að yfirleitt megi reikna með ca. 20% af lýsi í nýju hákarlsholdi. Af þessum rökum hefi ég dregið þá á- lyktun, að vinnslan á Sólliakka hafi mis- tekizl, ekki vegna þess að hráefnið hafi ekki reynzt vera eins gott og maður hafði gert sér vonir um, lieldur sökum þess að vélar verksm. á Sólbakka gálu ekki unnið hráefnið, enda ekki til jjess ætlaðar. Á Patreksfirði var hyggð verksmiðja vorið 1936, og er hún af allt annari gerð en verksmiðjan á Sólhakka, einkum eru pressur hennar ólíkar Sólhakka pressunni og einmitt þannig gerðar, að maður getur gert sér vonir um að þær geti unnið há- karlshold.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.