Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1938, Blaðsíða 3

Ægir - 01.06.1938, Blaðsíða 3
Æ G I R MÁNAÐARRIT FISKIFÉLAGS ISLANDS 31. árg. Reykjavík — Júní 1938 Nr. 6 Hátíðahöldin á sjómannadaginn. Eins og ákveðið hafði verið, efndu sjó- menn úr Reykjavík og Hafnarfirði til mik- illa hátíðahalda annan í hvítasunnu. Laust eftir hádegi safnaðist mikill mannfjöldi fyrir framan Stýrimannaskól- ann og fylktu sjómenn þar liði og röðuðu sér þar niður, eftir því livaða starfsfélagi þeir tillieyrðu. Var félögunum raðað eftir aldri og var liver röð fjórskipuð. Fyrst gekk skipstjórafélagið Aldan, síðan skipstjóra og stýrimannafélagið Ægir og þar næst kom stjTÍmannafélagið Kári. Þvi næst kom fylking 12 sjóliða frá helg- íska skólaskipinu Mereator með foringja sinum. Hinum belgisku sjómönnum hafði verið boðið að taka þátt í þessum hátíða- höldum. Næst gekk Vélstjórafélagið, þá Sjómannafélag Reykjavíkur, þá Félag isl. loftskeytamanna, þá Sjómannafélag Hafnarfjarðar. Hafnfirðingar fjölmenntu mjög á þessi hátíðahöld og komu flestir þeirra sjóleiðis til Reykjavíkur á togaranum Garðari. Á eftir Hafnfirðingunum gekk Mat- sveina og’ veitingaþjónafélagið og loks Skipstjóra og stýrimannafélag Reykja- víkur. Öll þessi félög höfðu merki sín í farar- broddi, en auk þess voru margir íslenzkir fánar í skrúðgöngunni og prýddu þeir mjög þessa fallegu fylkingu. Þátttakendur í skrúðgöngunni voru ekki taldir, en gizk- að var á að þeir mundu vera um 2000. Skrúðgangan fór um ýmsar götur horg- arinnar og gekk Lúðrasveit Reykjavíkur í fararhroddi og spilaði. Að lokum stað- næmdist skrúðgangan við Leifsstyttuna, en þar var þá mikill mannfjöldi fyrir, og safnaðist nú svo mikill fjöldi fólks víðs- vegar að, að ekki var annað sýnna en að meginþorri horgarhúa stefndi að þessum eina stað. Við Leifsstyttuna var komið fyrir ræðustól og tveimur gjallarhornum og auk þess var skreylt þar með margs- konar fánum. Þegar merkisherar félaganna og þeir, sem báru íslenzku fánana, liöfðu komið sér fvrir sín hvorumegin við styttuna og þátttakendur skrúðgöngunnar skipað sér niður í reglulegar raðir, þá var tilkynnt í gegn um gjallarhornin livernig liátíða- liöldunum skyldi hagað þarna og að þau skvldu Ijyrja með því, að mannfjöldinn minntist látinna sjómanna með einnar mínútu þögn. Skúli Guðmundsson atvinnumálaráð- herra steig síðan í ræðustólinn og skýrði frá þvi, að í Fossvogskirkjugarði væri leiði óþekkts sjómanns og á þessari stundu væri einmitt verið að leggja blómsveig á leiði lians. í sömu svipan var gefið merki á trumbu, er harst út vfir mannfjöldann, fánarnir allir felldir, svo þeir drupu nið- ur hlið við hlið, en Siðstaddir karlmenn

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.