Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1938, Blaðsíða 7

Ægir - 01.06.1938, Blaðsíða 7
Æ G I R 133 þangað sild og nam sá útflutningur árið 1936 6.460 smál. og varð andvirði þess 1.432 þús. kr. Árið 1937 minnkaði þessi útflutningur mjög mikið og varð aðeins 735 smál. og nam verðmæti þess 146 þús. kr. Brezkir sildarútgerðarmenn eru mjög óánægðir yfir því, að ekki skuli takast að auka síldarsöluna til Rússlands og er síld- arútvegsnefndinni ensku og fiskimála- ráðuneytinu mjög legið á hálsi fyrir at- hafnarlejrsi i þessu efni. Síldarútgerðar- mennirnir i Bretlandi vilja láta setja höml- ur á innflutning á niðursoðnum laxi frá Rússlandi, nema að liægt verði að auka þangað mjög mikið sölu á saltaðri síld. Stóra-Bretland kaupir mjög mikið af allskonar fiski frá Noregi (ferskan, fryst- an, verkaðan og niðursoðinn) og nam sá innflutningur að verðmæti til 37.795 þús. kr., síðastliðið ár. Af þessari upphæð voru 5.825 þús. kr. fyrir brisling og 4.873 þús. kr. fyrir sild. Alls var flutt inn til Stóra-Bretlands, siðastl. ár, af niðursoðnu fiskmeti 80.843 smál. og nam verðmæti þess 152.758 þús. kr. Það er þvi ekki að undra, þótt Bret- um finnist innflutningur þeirra á niður- soðnu fiskmeti mikill, enda hafa þeir orð á því. Þegar þeir gefa því gaum, hvað tækni þeirra er mikil í því að leggja niður ávexti og grænmeti, þá finnst þeim það sæta undrun, að ekki skuli vera gert meira að því að sjóða niður fiskmeti í þeirra eigin landi, en raun er á. Stóra-Bretland kaupir auk þess, sem hér hefir verið nefnt, mjög mikið af frvstum og ísuðum sjávarfiski og skulu liér aðeins ncfndar helztu fisktegundirnar, magn þeirra og verðmæti, siðastliðið ár: Síld ............... 17.890 smál. 4.980 þús. kr. Koli ............... 16.407 — 15.107 — — Þorskur ............ 10.838 — 3.312 — — Ýsa ................. 7.525 — 3.687 — — ASrar fisktegundir 19.346 — 18.340 — — Islendingar flytja mikið af fiski til Stóra-Bretlands, ef miðað er við heildar- útflutningsmagn þeirra af fiski og nam heildarúlflutningur þeirra þangað síðast- liðið ár 8.516 þús. kr., og voru þar af 4.605 þús. kr. fjTÍr ísaðan og frystan fisk, en 3.911 þús. kr. fyrir verkaðan og óverk- aðan saltfisk. Saltfiskimrflutingurinn til Stóra-Bretlands var talsvert meiri en und- anfarin ár, sem stafaði af þvi, að þangað voru seldar 3932 smál. af Spánarfiski, sem ætla má að hafi farið til Spánar. En þrátt fyrir það, að fiskútflutningur Islands til Stóra-Bretlands liafi verið óvenjulega mik- ill þetta ár, þá nemur þó verðmæti hans tæplega 14 af því verðmæti, sem Norð- menn fengu fyrir úlflultan fisk til Stóra- Bretlands þetta sama ár. Afkoma og rekstur Eimskipafélag’s íslands 1937. Hagur Eimskipafélags íslands hatnaði mjög verulega síðastl. ár, sem glöggt má sjá af skýrslu þeirri um hag og fram- kvæmdir félagsins árið 1937, sem lögð var fram á aðalfundi Eimskipafélagsins, er settur var laugardaginn 18. júní. Afkoma félagsins var rúml. 435 þús. kr. betri en fyrra ár. Eftir að húið var að afskrifa skip og fasteignir um 592 þús. kr., þá var 405 þús. kr. tekjuafgangur. Alls hafa tekjur félagsins liækkað um rúmar 760 þús. kr. og eru þar af saman- lagðar tekjur skipanna tæpar 739 þús. kr. Tekjuaukningin stafar aðallega af aukn- um vöruflutningum með skipum félags- ins, en vörumagn það, er skipin fluttu var 11.309 smál. meira en 1936, eða alls 102.711 smál. Farmgjaldstaxtar félagsins hafa að mestu leyti haldizt óbreyttir, þrátt fyrir

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.