Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1938, Blaðsíða 18

Ægir - 01.06.1938, Blaðsíða 18
144 Æ G I R Hrogn (söltuð). amtals 6 010 10 853 Svípjóö 257 4 632 Noregur 5 518 5 861 Bretland 101 hýzkaland 210 228 Danmörk 20 20 Onnur lönd ... , 11 Fiskifélag' Islands. Fiskkaup Brasilíu. SíðastliðiÖ ár keypti Brasilía alls 21.080 smál. af verkuðum saltfiski. Alls seldu 13 lönd fisk til Brásilíu, og var innflutning- ur þeirra 5 landa, er mest fluttu þangað, scm liér segir: Nýfundnaland .............. 10.339 smál. Stóra-Bretland............. 6.500 — Norcgur ....................... 2.154 — ísland ........................ 1.342 — Kanada .......................... 723 — Eins og tölur þessar bera með sér, er salt- fisksinnflutningur Nýfundnalands til Brasilíu helmingurinn af lieildarinnflutn- ingnum. Næst kemur Stóra-Bretland með allt að því þriðjung af heildarinnflutn- ingnum. Islendingar höfðu áður fyrr selt nokkuð af saltfiski til Brasilíu, en þau við- skipti féllu niður um tíma, vegna gjald- eyrisvandræða þar í landi, enda áttu þá ýmsar þjóðir, er liöfðu selt þangað salt- fisk, talsvert innifrosið fé. Snemma á ár- inu 1935 var gjaldeyririnn gefinn frjáls og hófst þá um liaustið fiskútflutningur frá Islandi þangað suður. Höfðu Islendingar sent mann nokkru áður til Brasiliu til þess að athuga þar markaðsskilyrði fyrir salt- fisk og leita fyrir sér um sölur. Er óhætt að fullyrða að sú sendiför liafi borið betri árangur, en búist var við i uppliafi, þvi að að nú er saltfisksinnfíutningurinn liéðan til Brasilíu orðinn nokkuð á annað þúsund smál., og eykst með liverju ári. Sumir keppinautar okkar lýta þvi óhýru auga til þess, hve markaður okkar eykst þar svðra. Síðastliðið ár jókst saltfiskssala okkar til Brasiliu um 300 smál. og ekki er vonlaust um að um einhverja aukningu verði að ræða á þessu ári. Talið er að Brasilía liafi keypt mest um 40 þús. smál. af saltfiski á einu ári, eða allt að því lielmingi meira en síðastl. ár. Þetla eitt gefur nokkuð til kynna um hve miklir möguleikar eru fyrir hendi um salt- fisksneyzlu þar í landi, ef ekki væri um að ræða neina fjárhagsörðugleika eða við- skiptatálmanir. En þar sem það er haft fyrir satt, að fiskneyzla í Brasilíu sé að aukast á ný, þá ættu íslendingar að vernda vel þann markað, sem þeir liafa náð þar í og vinna sleitulausl að því að auka bann, eins og frekast er kostur. Björgunarskútan „Sæbjörg": Samningar hafa tekizt niilli Slysavarnar- félagsins og ríkisstjórnarinnar um að „Sæ- björg“ verði fyrir Norðurlandi meðan á sild- veiðum stendur i sumar. — Skipinu er ætlað að vera við síldarleit, mælingar og sem björg- unarskip. Aegir a monthly review of ihe fisheries and fisli trade of Iceland. Puhlished by : Fiskifélag Islands /The Fislieries Association oflceland) Reykjavtk. Results of the Icelandic Codfislieries from the beginning of ilie year 1938 to tlie 31?) of May, calculated in fully cured state: Large Cod 22.394. Small Codk.3k5.Had- dock 52 Sailhe 2.118, total 28.909 tons. Ritstjóri: Lúðvík Ivristjánsson. Ríkisprentsm. Gutenberg

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.